Bláa lón­ið met­ið á um 50 millj­arða króna

Sam­komu­lag um kaup á 20 pró­senta óbein­um hlut sjóðs í meiri­hluta­eigu líf­eyr­is­sjóða í Bláa lón­inu verð­met­ur fyr­ir­tæk­ið á um 50 millj­arða. Meiri­hluti hlut­hafa sagð­ur ætla að nýta sér kauprétt og vera áfram óbein­ir eig­end­ur að Bláa lón­inu.

Fréttablaðið - - MARKAÐURIN­N - hor­d­[email protected]­bla­did.is

Sam­komu­lag um kaup á nærri 20 pró­senta óbein­um hlut fram­taks­sjóðs í meiri­hluta­eigu líf­eyr­is­sjóða í Bláa lón­inu verð­met­ur fyr­ir­tæk­ið á um 50 millj­arða. Umals­vert hærra verð en til­boð Blackst­one í fyrra.

er óbeinn eign­ar­hlut­ur fram­taks­sjóðs­ins Horns II í Bláa lón­inu.

Bláa lón­ið, eitt stærsta ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki lands­ins, er verð­met­ið á um það bil 50 millj­arða króna í því sam­komu­lagi sem eign­ar­halds­fé­lag­ið Kólf­ur, sem er í meiri­hluta­eigu Gríms Sæ­mundsen, for­stjóra Bláa lóns­ins, gerði ný­lega við fram­taks­sjóð­inn Horn II um kaup á 49,45 pró­senta hlut sjóðs­ins í Hvatn­ingu, sam­kvæmt heim­ild­um Mark­að­ar­ins. Hvatn­ing held­ur á 39,1 pró­sents hlut í Bláa lón­inu og er því óbeinn eign­ar­hlut­ur sjóðs­ins rúm­lega 19,3 pró­sent.

Her­mann Þóris­son, fram­kvæmda­stjóri Horns II, sem er í rekstri Lands­bréfa, sagð­ist í sam­tali við Mark­að­inn ekk­ert geta tjáð sig um kaup­verð­ið og vís­aði til trún­að­ar.

Með kauptil­boð­inu í hlut Horns II í Bláa lón­inu verð­met­ur Kólf­ur ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið tals­vert hærra en þeg­ar sjóð­ur í stýr­ingu banda­ríska fjár­fest­inga­fé­lags­ins Blackst­one hugð­ist kaupa 30 pró­senta hlut í Bláa lón­inu af HS Orku sumar­ið 2017. Til­boð Blackst­one hljóð­aði þá upp á 95 millj­ón­ir evra, jafn­virði 13,3 millj­arða króna á nú­ver­andi gengi, sem jafn­gild­ir því að mark­aðsvirði Bláa lóns­ins sé rúm­lega 44 millj­arð­ar króna. Ekk­ert varð hins veg­ar af söl­unni eft­ir að stjórn Jarð­varma, sam­lags­hluta­fé­lags í eigu ís­lenskra líf­eyr­is­sjóða sem fer með þriðj­ungs­hlut í HS Orku, ákvað að beita neit­un­ar­valdi sínu, á grund­velli hlut­hafa­sam­komu­lags um minni­hluta­vernd, og hafna til­boði Blackst­one.

Til­kynnt var um sam­komu­lag­ið milli Kólfs og Horns II þann 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn en sam­kvæmt því er hlut­höf­um fram­taks­sjóðs­ins veitt­ur kauprétt­ur á sama við­skipta­gengi til loka janú­ar næst­kom­andi á þeim hlut­um sem und­ir voru í við­skipt­un­um. Til­urð við­skipt­anna má rekja til þess að líf­tími Horns II, sem var kom­ið á fót vor­ið 2013, mun renna sitt skeið á næsta ári.

Sam­kvæmt heim­ild­um Mark­að­ar­ins mun Grím­ur á næst­unni halda fjár­festa­kynn­ing­ar á Bláa lón­inu fyr­ir hlut­hafa Horns II. Stærstu hlut­haf­ar sjóðs­ins eru Líf­eyr­is­sjóð­ur versl­un­ar­manna og Gildi líf­eyr­is­sjóð­ur, hvor um sig með 18,17 pró­senta eign­ar­hlut. Aðr­ir stór­ir hlut­haf­ar eru með­al ann­ars Lands­bank­inn með 7,66 pró­senta hlut, Söfn­un­ar­sjóð­ur líf­eyr­is­rétt­inda með 5,85 pró­sent og þá nem­ur eign­ar­hlut­ur trygg­inga- fé­lags­ins VÍS 5,38 pró­sent­um.

Lík­legt er tal­ið, að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála, að mik­ill meiri­hluti hlut­hafa Horns II hafi í hyggju að nýta sér kauprétt­inn og vera þannig áfram óbein­ir hlut­haf­ar í Bláa lón­inu. Það eigi hins veg­ar ekki við um Lands­bank­ann sem er þriðji stærsti hlut­hafi Horns II. Í árs­reikn­ingi sjóðs­ins fyr­ir 2017 var hlut­ur Horns II í Hvatn­ingu met­inn á ríf­lega 8 millj­arða króna en mið­að við nú­ver­andi kauptil­boð Kólfs þá er virði hlut­ar­ins í kring­um 9,5 millj­arða króna.

Vöxt­ur Bláa lóns­ins á und­an­förn­um ár­um hef­ur ver­ið æv­in­týra­leg­ur. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins námu þannig rúm­lega 102 millj­ón­um evra, jafn­virði 14 millj­arða króna, á síð­asta ári og juk­ust um 25 millj­ón­ir evra á milli ára. Þá var hagn­að­ur Bláa lóns­ins um 31 millj­ón evra á ár­inu 2017 og hækk­aði um þriðj­ung frá fyrra ári. EBITDA fyr­ir­tæk­is­ins jókst um lið­lega 39 pró­sent í fyrra og nam rúm­lega 39 millj­ón­um evra.

Fyr­ir ut­an Hvatn­ingu og HS Orku eru helstu hlut­haf­ar Bláa lóns­ins eign­ar­halds­fé­lag­ið Keila með 9,2 pró­senta hlut en það er í meiri­hluta­eigu Hvatn­ing­ar. Aðr­ir hlut­haf­ar í Keilu eru með­al ann­ars Úlf­ar Stein­dórs­son, for­stjóri Toyota á Íslandi og vara­mað­ur í stjórn Bláa lóns­ins. Þá eiga Helgi Magnús­son, stjórn­ar­formað­ur Bláa lóns­ins, og Sig­urð­ur Arn­gríms­son, fjár­fest­ir og fyrr­ver­andi starfs­mað­ur Morg­an St­anley í London, einnig hvor um sig um 6,2 pró­senta hlut í fyr­ir­tæk­inu.

Tekj­ur Bláa lóns­ins námu 102 millj­ón­um evra í fyrra og juk­ust um 25 millj­ón­ir evra frá fyrra ári.

Grím­ur Sæ­mundsen, for­stjóri Bláa lóns­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.