Eyr­ir keypti níu pró­sent í sjálfu sér

Fréttablaðið - - MARKAÐURIN­N - – kij

Fjár­fest­inga­fé­lag­ið Eyr­ir In­vest, stærsti ein­staki hlut­hafi Mar­els, keypti í síð­ustu viku tæp­lega níu pró­senta hlut af Lands­bank­an­um í sjálfu sér. Kaup­verð­ið nam um 3,8 millj­örð­um króna.

Bank­inn bauð sem kunn­ugt er 12,1 pró­sents hlut sinn í Eyri In­vest til sölu í byrj­un síð­asta mán­að­ar. Frest­ur til að skila inn til­boð­um rann út fyr­ir viku og tók Lands­bank­inn fjór­um til­boð­um af fimm sem bár­ust í 9,2 pró­senta hlut. Þar af sam­þykkti bank­inn til­boð fjár­fest­inga­fé­lags­ins í tæp­an 9,0 pró­senta hlut í sjálfu sér.

Sölu­and­virði allra hluta­bréf­anna sem Lands­bank­inn seldi nam um 3,9 millj­örð­um króna en eft­ir söl­una fer bank­inn með um 12,8 pró­senta hlut í Eyri In­vest.

Eins og Mark­að­ur­inn hef­ur greint frá hóf Fjár­mála­eft­ir­lit­ið að leggja dag­sekt­ir á Lands­bank­ann um miðj­an sept­em­ber­mán­uð til þess að knýja á um að bank­inn seldi hlut sinn í fjár­fest­inga­fé­lag­inu. Eft­ir­lit­ið hef­ur á und­an­förn­um ár­um veitt bank­an­um fresti til þess að minnka hlut sinn.

Eyr­ir In­vest fer með 27,9 pró­senta hlut í Mar­el, lang­sam­lega stærsta fé­lag­inu í Kaup­höll­inni. Til við­bót­ar á fjár­fest­inga­fé­lag­ið 43,4 pró­senta hlut í Eyri Sprot­um, sem fjár­fest­ir í ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækj­um, og þriðj­ungs­hlut í Efni Media, sem sel­ur vör­ur og þjón­ustu í gegn­um net­ið og sam­fé­lags­miðla.

Þórð­ur Magnús­son, stjórn­ar­formað­ur Eyr­is In­vest.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.