Drama­tísk saga lækn­inga­minja­safns

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Högni Ósk­ars­son lækn­ir Ótt­ar Guð­munds­son lækn­ir

Lækn­inga­minja­safn­ið (eða öllu held­ur hús­ið sem byggt var til að hýsa lækn­inga­minja­safn) kom upp í frétt­um RÚV á dög­un­um. Metn­að­ar­full saga full af bjart­sýni og von­um hef­ur breyst í dap­ur­lega ásýnd hnign­andi glæsi­bygg­ing­ar. Hús­ið er ris­ið, fok­helt, á ein­um feg­ursta út­sýn­is­stað höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Ekk­ert hef­ur ver­ið unn­ið við bygg­ing­una und­an­far­in sjö ár. Fjár­mögn­un stöðv­að­ist, og við hafa tek­ið deil­ur um hvað gera skuli við hús­ið og með hvaða hætti sé hægt að tryggja fé til að ljúka verk­inu.

Upp­haf­lega hug­mynd­in að lækn­inga­minja­safni í Nesi kom fram fyr­ir 40 ár­um. Þess­ar áætlan­ir tengd­ust Nes­stofu, sem byggð var um 1760 og hýsti fyrstu land­lækna Ís­lands. Rausn­ar­leg dán­ar­gjöf Jóns Stef­fen­sens pró­fess­ors var not­uð til að fjár­magna þess­ar fram­kvæmd­ir í byrj­un, síð­ar komu inn fjár­fram­lög úr rík­is­sjóði, frá Seltjarn­ar­nes­bæ og frá Lækna­fé­lagi Ís­lands og Lækna­fé­lagi Reykja­vík­ur. Hann­að var 1.500 fer­metra hús og bygg­inga­fram­kvæmd­ir hóf­ust. Fram­kvæmd­ir fóru veru­lega fram úr áætl­un og stöðv­uð­ust 2011. Menn hafa not­að tím­ann til að end­ur­skoða og vinna áfram með upp­haf­legu hug­mynd­irn­ar. Sú vinna hef­ur ver­ið í hönd­um vinnu­hóps lækna­fé­lag­anna sem und­ir­rit­að­ir ásamt fjór­um öðr­um lækn­um hafa mynd­að.

Nið­ur­stöð­ur vinnu­hóps­ins kalla á gjör­breyt­ingu á nýt­ingu húss­ins. Horf­ið er frá þeirri stefnu að hús­ið hýsi ein­ung­is safn lækn­inga­minja. Í stað þess er gert ráð fyr­ir fjöl­breyttri starf­semi í hús­inu. Þem­að er Mað­ur – Nátt­úra – Menn­ing. Lækn­inga­minj­ar yrðu til sýn­is í hús­inu í sam­ráði við Þjóð­minja­safn­ið. Rík áhersla yrði lögð á að nýta nú­tíma­tækni í kynn­ingu á sögu lækn­is­fræði á Íslandi, svip­að sýn­ing­um sem hönn­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Gaga­rín hef­ur hann­að fyr­ir Eld­fjalla­safn­ið á Hvols­velli og í Perlunni. Auk þessa yrðu skipu­lagð­ar gagn­virk­ar sýn­ing­ar um starf­semi manns­lík­am­ans, lýð­heilsu og mögu­lega erfða­fræði, lyfja­fræði o.fl. svo og aðr­ar sýn­ing­ar í hús­inu um nátt­úru, um­hverf­is­vernd, stjörnu­fræði, og þá í sam­vinnu við inn­lenda og er­lenda að­ila. Lista­safn Ís­lands hef­ur sýnt áhuga á sýn­ing­ar­að­stöðu í hús­inu.

Gert er ráð fyr­ir að­stöðu fyr­ir veit­inga­hús, fundi, minni ráð­stefn­ur og tón­leika. Ut­an­húss eru marg­ir mögu­leik­ar og ber þá fyrst að nefna þak húss­ins, sem er stór út­sýn­ispall­ur og kjör­inn stað­ur fyr­ir stjörnu- og norð­ur­ljósa­skoð­un að vetr­ar­lagi.

Helsti hug­mynda­smið­ur og ráð­gjafi hóps­ins hef­ur ver­ið Oli­ver Luckett, Banda­ríkja­mað­ur bú­sett­ur á Ís­land. Hann hef­ur mikla reynslu á þessu sviði og kann vel á notk­un sam­fé­lags­miðla við kynn­ing­ar.

Þess­ar hug­mynd­ir um fjöl­breytta starf­semi í hús­inu gætu lað­að að marga áhuga­hópa á öll­um aldri, inn­lenda sem er­lenda, svo að rekst­ur­inn gæti orð­ið sjálf­bær. Þess­ar áætlan­ir voru kynnt­ar ráða­mönn­um fjár­mála- og mennta­mála­ráðu­neyt­is, stjórn­end­um Seltjarn­ar­nes­bæj­ar og Þjóð­minja­safns, svo og for­mönn­um lækna­fé­lag­anna tveggja haust­ið 2016. Hug­mynd­un­um var mjög vel tek­ið og fjár­sterk­ir er­lend­ir að­il­ar sýndu mál­inu áhuga.

Mik­ill óstöð­ug­leiki í stjórn­mál­um og tíð ráð­herra­skipti urðu til þess að ekki náð­ist að fylgja þess­um hug­mynd­um eft­ir þannig að þær yrðu að veru­leika.

Mik­ill áhugi er enn fyr­ir upp­bygg­ingu fjöl­nota­húss eins og hér hef­ur ver­ið lýst þótt vilji nokk­urra að­ila í þessu verk­efni hafi dvín­að, ekki síst þar sem ráðu­neyti mennta- og menn­ing­ar­mála hef­ur alls ekki gef­ið tæki­færi til að leiða mál­ið til lykta.

Þetta glæsi­lega hús stend­ur nú mun­að­ar­laust, fok­helt og far­ið að láta á sjá í tún­inu norð­vest­ur af Nes­stofu. Enn er tími til að bregð­ast við, ljúka við frá­gang húss­ins og setja upp inn­rétt­ing­ar og tækni­bún­að. Við skor­um því á þær stofn­an­ir sem að mál­inu hafa kom­ið, og aðra sem vilja ljá mál­inu lið, að taka hönd­um sam­an og ljúka ætl­un­ar­verk­inu. Við höf­um tæki­færi til að reisa ein­staka menn­ing­ar­mið­stöð sem yrði Seltjarn­ar­nesi og þjóð­inni allri til mik­ils sóma.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.