Val­ur komst aft­ur á sig­ur­braut

Fréttablaðið - - SPORT - FRÉTTA­BLAЭIÐ/EYÞÓR

Sann­fær­andi sig­ur Val­ur vann ör­ugg­an 102-73 sig­ur þeg­ar lið­ið heim­sótti botn­lið Breiða­bliks í Smár­ann í Kópa­vogi í fyrsta leik 11. um­ferð­ar Dom­in­os-deild­ar kvenna í körfu­bolta í gær­kvöldi. Dag­björt Dögg Karls­dótt­ir keyr­ir hér upp að körfu Breiða­bliks og skor­ar tvö af þeim sex­tán stig­um sem hún skor­aði í leikn­um. Val­ur komst upp að hlið Stjörn­unn­ar með þess­um sigri, en lið­in sitja í fjórða til fimmta sæti deild­ar­inn­ar með tíu stig hvort lið. Það stefn­ir allt í harða bar­áttu milli lið­anna um fjórða og síð­asta sæt­ið í úr­slita­keppni deild­ar­inn­ar. Um­ferð­in held­ur áfram með leik Kefla­vík­ur og Hauka í kvöld og lýk­ur svo með toppslag Snæ­fells og KR og leik Stjörn­unn­ar og Skalla­gríms á laug­ar­dag­inn kem­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.