Bush eldri var minnst í höf­uð­borg­inni í gær

Fréttablaðið - - +PLÚS - þea

Minn­ing­ar­at­höfn um Geor­ge H.W. Bush Banda­ríkja­for­seta var hald­in í dóm­kirkj­unni í höf­uð­borg­inni Washingt­on DC í gær. Bush var 41. for­seti Banda­ríkj­anna, stýrði inn­rás í Panama og stýrði Banda­ríkj­un­um í gegn um Persa­flóa­stríð­ið og upp­lausn Sov­ét­ríkj­anna. Í valda­tíð sinni ein­beitti hann sér einna helst að ut­an­rík­is­mál­un­um.

Fjöl­marg­ir valda­menn sóttu at­höfn­ina. All­ir núlif­andi for­set­ar Banda­ríkj­anna, Jimmy Cart­er, Bill Cl­int­on, Barack Obama, Don­ald Trump og son­ur­inn Geor­ge W. Bush vott­uðu Bush eldri virð­ingu sín. Þá sóttu kon­ungs­hjón Jórdan­íu, Karl Bretaprins og Ang­ela Merkel Þýska­landskansl­ari at­höfn­ina svo fátt eitt sé nefnt.

Jim McGr­ath, sem var upp­lýs­inga­full­trúi Bush for­seta eldri, sagði sögu af for­set­an­um í tísti í gær: „Þeg­ar hann var upp­lýst­ur um út­far­ar­mögu­leika ár­ið 2011 spurði for­set­inn af sinni venju­legu hóg­værð: „Hald­ið þið að nokk­ur mæti?“Nú bíð­ur fólk klukku­tím­um sam­an eft­ir því að geta vott­að hon­um virð­ingu sína.“Und­an­farna daga hafði kista for­set­ans stað­ið í þing­hús­inu og höfðu fjöl­marg­ir mætt til þess að votta Bush virð­ingu sína. Til að mynda Sully, hjálp­ar­hund­ur for­set­ans, og hinn 95 ára gamli Bob Dole, for­setafram­bjóð­andi Re­públi­kana 1996. Fjór­ir héldu líkræð­ur við at­höfn­ina. Geor­ge W. Bush, Al­an Simp­son, fyrr­ver­andi öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur, Bri­an Mul­roney, sem var for­sæt­is­ráð­herra Kan­ada í for­seta­tíð Bush, og svo Jon Meacham, sem skrif­aði ævi­sögu for­set­ans. Líkkista for­set­ans verð­ur flutt til heimarík­is hans, Texas. Þar verð­ur hann graf­inn við hlið eig­in­konu sinn­ar, Bar­böru, sem féll frá í apríl síð­ast­liðn­um. –

Geor­ge Bush, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.