Aldrei jafn spennt­ur að taka þátt í und­ir­bún­ings­tíma­bili

Matth­ías Vil­hjálms­son er óð­um að nálg­ast sinn fyrri styrk eft­ir að hafa jafn­að sig af kross­bands­sliti. Hann sneri til baka á völl­inn í ág­úst og tel­ur sig þurfa meiri spil­tíma en hann hef­ur feng­ið und­an­far­ið.

Fréttablaðið - - SPORT S PORT -

Matth­ías Vil­hjálms­son er að klára sitt fjórða keppn­is­tíma­bil með norska lið­inu Rosen­borg, en lið­ið hef­ur ver­ið af­ar sig­ur­sælt þau ár sem Matth­ías hef­ur leik­ið með því. Hann hef­ur orð­ið norsk­ur meist­ari öll fjög­ur ár­in sem hann hef­ur leik­ið með lið­inu og þar að auki þrisvar sinn­um bikar­meist­ari. Rosen­borg varð tvö­fald­ur meist­ari á leiktíð­inni sem er að ljúka í Nor­egi, en Matth­ías lék ein­ung­is sjö deild­ar­leiki með lið­inu. Þar áð­ur hef­ur hann ver­ið í mun stærra hlut­verki hjá lið­inu, en hann skor­aði tvö deild­ar­mörk í 12 leikj­um ár­ið 2015, fimm mörk í 29 deild­ar­leikj­um ár­ið 2016 og sjö mörk í 18 leikj­um í deild­inni ár­ið 2017.

„Það var auð­vit­að öðru­vísi til­finn­ing að landa þess­um titl­um en þeim fyrri þar sem ég var meidd­ur fyrri hluta tíma­bils­ins og mik­ið á vara­manna­bekkn­um á þeim seinni. Það var samt mjög gam­an að til­heyra leik­manna­hópi sem vann tvö­falt og setti um leið met sem það lið sem vinn­ur flesta titla á jafn skömm­um tíma og raun ber vitni,“seg­ir Matth­ías í sam­tali við Frétta­blað­ið.

„Um það leyti sem ég er að koma til baka eft­ir kross­bands­lit­ið í ág­úst voru þjálf­ara­skipti hjá lið­inu. Sá sem tók við lið­inu þekkti ekk­ert til mín og vissi ekk­ert um styrk­leika mína sem leik­mað­ur. Það var ekki óskastaða að vera ekki í mínu besta lík­am­lega ástandi að reyna að koma mér inn í lið sem var á sig­ur­braut. Ég hefði klár­lega vilj­að spila meira og þarf að spila meira en ég gerði eft­ir að ég varð heill heilsu. Ég er að nálg­ast mitt fyrra form og mér finnst fram­far­irn­ar hjá mér síð­asta mán­uð­inn hafa ver­ið heil­mikl­ar,“

seg­ir hann um stöðu mála hjá sér.

„Nú er ég bara með hug­ann við það að klára þetta keppn­is­tíma­bil með sóma og ég held að það séu fá­ir leik­menn jafn spennt­ir fyr­ir und­ir­bún­ings­tíma­bili og ég. Mig sár­vant­ar að kom­ast í lík­am­lega krefj­andi æf­ing­ar sem byggja upp lík­am­legt form og styrk í hnénu. Fyrst um sinn var ég að­eins rag­ur við að beita hnénu af full­um krafti en nú er ég far­inn að fara í tæk­ling­ar af full­um krafti og iða í skinn­inu að kom­ast á æf­ing­ar og fá að spila meira,“seg­ir þessi öfl­ugi leik­mað­ur.

„Sá sem stýr­ir lið­inu þessa stund­ina var ráð­inn út leiktíð­ina og það verð­ur tek­in ákvörð­un um það í des­em­ber hver mun taka við lið­inu til fram­búð­ar. Ég mun bíða og sjá hver tek­ur við lið­inu og hvaða hlut­verk sá að­ili ætl­ar mér á næstu leiktíð. Mér líð­ur vel hér hjá Rosen­borg og minn fyrsti kost­ur væri að koma mér inn í byrj­un­arlið­ið hér. Ef það tekst hins veg­ar ekki þarf ég að leita ann­að eft­ir meiri spil­tíma. Það er hins veg­ar seinni tíma ákvörð­un sem langt er í að ég þurfi að taka,“seg­ir hann. hjor­[email protected]­bla­did.is

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ÞÓRSTEINN

Matth­ías Vil­hjálms­son á æf­ingu með Rosen­borg í að­drag­anda leiks liðs­ins gegn Val í sum­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.