Trúa ekki að höf­uð­paur­inn sé út­lend­ur

Aðal­með­ferð í Bitco­in­mál­inu lauk í gær. Ákæru­vald­ið krefst fimm ára fang­els­is yf­ir Sindra Þór Stef­áns­syni en tveggja til þriggja ára fyr­ir fé­laga hans. Tel­ur ör­ygg­is­vörð­inn eiga skil­ið tvö ár í fang­elsi.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - Að­al­heið­ur Ámunda­dótt­ir adal­[email protected]­bla­did.is

Ákæru­vald­ið legg­ur eng­an trún­að á er­lend tengsl við Bitco­in­mál­ið og seg­ir gögn máls­ins sýna að þeir sem ákærð­ir eru í mál­inu hafi bæði skipu­lagt brot­in vel og geng­ið langt í að reyna að hylja slóð sína og villa um fyr­ir lög­regl­unni.

Saga út­lends huldu­manns kom nokk­uð brota­kennt fram við skýrsl­ur af ákærðu við að­al­með­ferð­ina.

Sindri Þór Stef­áns­son, sem hef­ur ját­að að hafa brot­ist inn í gagna­ver­ið í Borg­ar­nesi og átt að­ild að þjófn­aði úr gagna­veri Ad­vania í Reykja­nes­bæ, greindi þannig frá að áhugi hefði vakn­að hjá sér að hefja raf­mynt­ar­gröft (e. bitco­in min­ing) eft­ir að hafa heyrt af slíkri starf­semi í Borg­ar­nesi. Hann hefði sjálf­ur ekki haft fjár­ráð til að kosta slíkt en kynni að setja það upp og sjá um það enda tölv­un­ar­fræð­ing­ur að mennt og þekk­ing hans á þessu sviði þó nokk­ur. Hann hefði haft sam­band við hugs­an­leg­an fjár­festi; hinn er­lenda að­ila. Upp hefði kom­ið sú hug­mynd í sam­töl­um þeirra að ræna frek­ar önn­ur bitco­in­leit­ar­ver á land­inu og taka þannig út sam­keppn­ina í leið­inni.

Haf­þór Logi Hlyns­son, einn með­ákærðu, greindi frá því að Sindri hefði sagt sér frá verk­efni sem hann hefði feng­ið sem fæli í sér upp­lýs­ingastuld gegn greiðslu. Haf­þór sagð­ist hafa sam­glaðst vini sín­um sem þyrfti á pen­ing­un­um að halda en fjár­skort­ur hefði haml­að fyr­ir­hug­uð­um bú­ferla­flutn­ing­um Sindra með fjöl­skyld­una til Spán­ar.

Sjálf­ur greindi Sindri frá því að um þjófn­að­inn úr gagna­veri Ad­vania væri að ræða og hefði hon­um ver­ið lof­að 50 þús­und evr­um fyr­ir þjófn­að­inn, um sjö millj­ón­um króna. Skipu­leggj­and­inn væri út­lend­ing­ur og treysti Sindri sér ekki til að upp­lýsa hver hann væri enda hefði það miklu verri af­leið­ing­ar fyr­ir hann og hans fólk að af­hjúpa hann en þegja.

Fleiri en Sindri nefndu út­lend­an huldu­mann. Þannig sagði ör­ygg­is­vörð­ur sem einnig er ákærð­ur í mál­inu frá fundi sem fór fram í bíl og Haf­þór Logi Hlyns­son not­aði Lou­is Vuitt­on-klút til að hylja and­lit sitt þeg­ar hann mætti til að­al­með­ferð­ar við nokk­urn fögn­uð fé­laga sinna.

hefði sessu­naut­ur hans í aft­ur­sæti bíls­ins hót­að hon­um lík­ams­meið­ing­um gæfi hann ekki upp­lýs­ing­ar um ör­ygg­is­mál gagna­vers­ins. Við­kom­andi hefði ver­ið út­lend­ur, lík­lega frá Aust­ur-Evr­ópu.

Sá sem ákærð­ur er fyr­ir að hafa leitt inn­brots­menn­ina og ör­ygg­is­vörð­inn sam­an greindi frá sím­tali við mann sem tal­aði með aust­ur­evr­ópsk­um hreim og ósk­aði eft­ir að kom­ast í sam­band við fyrr­greind­an ör­ygg­is­vörð.

Eini nafn­greindi út­lend­ing­ur­inn sem kem­ur við sögu í mál­inu er Lit­hái sem bar vitni við að­al­með­ferð­ina. Gam­all sendi­ferða­bíll sem not­að­ur var við þjófn­að­inn úr gagna­ver­inu í Borga­nesi fannst fyr­ir ut­an heim­ili hans í Kópa­vogi skömmu eft­ir inn­brot­ið. Hann kvaðst hafa keypt bíl­inn upp úr miðj­um des­em­ber eða skömmu eft­ir inn­brot­ið. Bíll­inn var hins veg­ar ekki skráð­ur á hann en hann skýrði það svo að ekki hefði ver­ið bú­ið að ganga frá papp­ír­un­um þeg­ar lög­regl­an lagði hald á bíl­inn.

Lög­reglu­mað­ur sem gaf skýrslu fyr­ir dómi sagði að ekki hefði fall­ið grun­ur á Lit­há­ann vegna þess að mynd hefði náðst af bíln­um úr ör­ygg­is­mynda­vél við gjald­skýl­ið í

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.