Fyrsta heil­brigð­is­stefn­an?

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Ingimar Ein­ars­son fé­lags- og stjórn­mála­fræð­ing­ur

Síð­ustu miss­eri hef­ur á veg­um vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins ver­ið unn­ið að mót­un heil­brigð­is­stefnu. Í þeirri vinnu hef­ur heil­brigð­is­ráð­herra, Svandís Svavars­dótt­ir, ásamt starfs­liði sínu haft leið­andi for­ystu. Hef­ur jafn­vel mátt skilja að hér væri í mót­un fyrsta heil­brigð­is­stefna lands­ins. Þeg­ar lit­ið er nokkra ára­tugi til baka má ljóst vera að stefnu­mót­un í heil­brigð­is­mál­um hef­ur ver­ið með­al helstu við­fangs­efna heil­brigð­is­yf­ir­valda um langt skeið.

Þings­álykt­un

Þann 19. mars 1991 sam­þykkti Al­þingi þings­álykt­un um Ís­lenska heil­brigð­isáætl­un. Sam­kvæmt henni álykt­aði Al­þingi að stefna í heil­brigð­is­mál­um á Íslandi fram til árs­ins 2000 skyldi taka mið af heil­brigð­isáætl­un þeirri sem sett var fram í 32 lið­um og hafði það meg­in­markmið að bæta heilsu­far þjóð­ar­inn­ar. Efn­is­mik­il drög að þings­álykt­un voru í und­ir­bún­ingi og með­höndl­un ráðu­neyt­is og þings á ní­unda ára­tugn­um og fram í byrj­un þess tí­unda.

Grein­ing og markmið

Á ár­inu 1992 var lok­ið við tvær skýrsl­ur á sviði stefnu­mót­un­ar á heil­brigð­is­sviði. Í fyrsta lagi var um að ræða rit­ið „Heil­brigð þjóð – For­varn­ir og heilsu­stefna til alda­móta ár­ið 2000. Grein­ing ein­stakra við­fangs­efna og setn­ing mark­miða.“Og í öðru lagi landsáætl­un sem var ætl­að að verða fram­kvæmda­áætl­un á landsvísu um for­varn­ir og heilsu­efl­ingu vegna lang­vinnra sjúk­dóma og slysa. Hrafn V. Frið­riks­son lækn­ir tók sam­an um­rædd­ar skýrsl­ur.

Í árs­byrj­un 1996 skip­aði þá­ver­andi heil­brigð­is­ráð­herra, Ingi­björg Pálma­dótt­ir, nefnd til að gera til­lög­ur um hvernig væri unnt að standa að for­gangs­röð­un í heil­brigð­is­mál­um hér á landi. Nefnd­in skil­aði til­lög­um sín­um á ár­inu 1998 og náð­ist víð­tæk sam­staða með­al nefnd­ar­manna um alla meiri­hátt­ar stefnu­mörk­un, áætl­un­ar­gerð og setn­ingu mark­miða í heil­brigð­is­mál­um. Til­lög­urn­ar urðu síð­ar hluti af heil­brigð­isáætl­un til 2010.

Heil­brigð­isáætlan­ir

Á sama tíma var unn­ið að gerð heil­brigð­isáætl­un­ar fyr­ir tíma­bil­ið frá ár­inu 2000 til 2010. Sú heil­brigð­isáætl­un, sem sam­þykkt var á Al­þingi vor­ið 2001, mark­aði að mörgu leyti tímamót því í henni var ekki að­eins varp­að fram skýrri fram­tíð­ar­sýn held­ur voru inn­leidd mæl­an­leg markmið. Á gild­is­tíma áætl­un­ar­inn­ar var þannig auð­veld­ara en áð­ur að fylgj­ast með fram­vindu mála og meta í lok­in ár­ang­ur­inn af fram­kvæmd­inni.

Á þess­um ára­tug hafa ver­ið gerð­ar nokkr­ar til­raun­ir í gerð heil­brigð­isáætl­un­ar til árs­ins 2020 og skyldi hún leysa af hólmi fyrr­nefnda áætl­un til árs­ins 2010. Sú við­leitni hef­ur enn eng­an ár­ang­ur bor­ið. Til­laga sem bor­in var fram á lög­gjaf­ar­þing­inu 2012-2013 fékkst ekki af­greidd. Haust­ið 2016 var svo kynnt til­laga til þings­álykt­un­ar um heil­brigð­is­stefnu til árs­ins 2022 en hún var aldrei lögð fram á Al­þingi.

Í sátt­mála rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er lögð áhersla á að rík­is­stjórn­in muni full­vinna heil­brigð­is­stefnu fyr­ir Ís­land. Mót­uð verði markmið og leið­ir í sam­vinnu við fag­stétt­ir og Embætti land­lækn­is. Heilsu­gæsl­an verði efld sem fyrsti við­komu­stað­ur not­enda, svo nefnd séu nokk­ur dæmi.

Nú liggja fyr­ir fyrstu drög að stefnu fyr­ir ís­lenska heil­brigð­is­þjón­ustu til árs­ins 2030 og hafa þau þeg­ar ver­ið send út til um­sagn­ar. At­hygli vek­ur hversu höf­und­ar til­lög­unn­ar virð­ast hafa sneitt fram hjá eða lít­ið þekkt til þeirr­ar stefnu­mót­un­ar og áætlana­gerð­ar sem unn­in hef­ur ver­ið á liðn­um ára­tug­um. Or­sak­irn­ar liggja ef til vill í því að ekki hef­ur tek­ist að flytja þekk­ing­ar­arf­inn milli kyn­slóð­anna og stefnu­mót­un­in hef­ur ekki feng­ið það vægi í störf­um við­kom­andi ráðu­neyt­is sem nauð­syn­legt er.

At­hygli vek­ur hversu höf­und­ar til­lög­unn­ar virð­ast hafa sneitt fram hjá eða lít­ið þekkt til þeirr­ar stefnu­mót­un­ar og áætlana­gerð­ar sem unn­in hef­ur ver­ið á liðn­um ára­tug­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.