80 millj­ón­ir í þókn­an­ir

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - – kij

Tveir lög­gilt­ir end­ur­skoð­end­ur sem voru dóm­kvadd­ir til þess að meta meint tjón Ís­lands­banka í ágrein­ings­máli við Gamla Byr fengu greidd­ar þókn­an­ir upp á ríf­lega 81 millj­ón króna, án virð­is­auka­skatts, frá því í maí ár­ið 2014 til maí 2018. Tíma­kaup mats­mann­anna nam 24.500 krón­um.

Upp­lýst er um þetta í úr­skurði Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur sem hafn­aði fyrr í vet­ur kröfu Gamla Byrs, sem lauk nauða­samn­ing­um í janú­ar ár­ið 2016, um að mats­menn­irn­ir, Lúð­vík Karl Tómas­son og Ma­ría Sól­bergs­dótt­ir, sem og Jón Guðni Ómars­son, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála hjá Ís­lands­banka, yrðu kvödd fyr­ir dóm­inn.

Eins og Markaðurinn hef­ur greint frá hafa til­raun­ir Gamla Byrs, sem lauk nauða­samn­ing­um í janú­ar ár­ið 2016, til þess að ná sátt­um við Ís­lands­banka í ágrein­ings­máli um virði út­lána­safns sem bank­inn keypti af Byr og rík­is­sjóði haust­ið 2011 ekki bor­ið ár­ang­ur.

Bank­inn tel­ur að of­mat á verð­mæti lána­safns­ins hafi vald­ið bank-

an­um fjár­tjóni og hef­ur kraf­ist þess að selj­end­urn­ir greiði bank­an­um skaða­bæt­ur upp á 7,7 millj­arða króna auk vaxta. Bank­inn borg­aði sam­tals 6,6 millj­arða króna á sín­um tíma fyr­ir all­ar eign­ir Byrs.

Lög­mað­ur Gamla Byrs byggði á því fyr­ir dómi að um­rædd­ir mats­menn hefðu á löng­um tíma þeg­ið það há­ar greiðsl­ur frá Ís­lands­banka að þeir hefðu tap­að óhæði sínu.

Full­trú­ar Ís­lands­banka við­ur­kenndu að heild­ar­fjár­hæð þókn­an­anna væri vissu­lega há mið­að við það sem al­mennt geng­ur og ger­ist í mats­mál­um. Fjár­hæð­in ætti sér þó vænt­an­lega þær skýr­ing­ar að mats­at­riði máls­ins væru óvenju um­fangs­mik­il og flók­in. Þá hefði öfl­un og úr­vinnsla gagna af hálfu mats­mann­anna geng­ið hæg­ar en von­ir stóðu til.

Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Ís­lands­banka.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.