Nýtt banka­við­skipta­app Ari­on banka op­ið öll­um

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN -

Ný út­gáfa af Ari­on app­inu mun fara í loft­ið á næstu dög­um og verð­ur hún öll­um op­in, ekki að­eins við­skipta­vin­um Ari­on banka. Fram­kvæmda­stjóri hjá bank­an­um seg­ir að um sé að ræða nýja hugs­un á ís­lensk­um banka­mark­aði.

Þeg­ar app­inu hef­ur ver­ið hlað­ið nið­ur er til dæm­is hægt að stofna de­bet­reikn­ing og panta greiðslu­kort, stofna reglu­leg­an sparn­að eða taka svo­kall­að Núlán þar sem kjör og láns­upp­hæð byggja á láns­hæf­is­mati hvers og eins. Einnig fylg­ir að­ild að Einka­klúbbn­um sem er stærsti fríð­inda- og af­slátt­ar­klúbb­ur lands­ins.

„Þetta er ný hugs­un á ís­lensk­um banka­mark­aði að okk­ar mati og ákvörð­un­in um að opna dyr að sta­f­ræn­um lausn­um bank­ans með þess­um hætti bygg­ir ekki síst á þeim góðu við­tök­um sem ra­f­ræna greiðslu­mat­ið vegna íbúðalána fékk á sín­um tíma,“seg­ir Iða Brá Bene­dikts­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri við­skipta­banka­sviðs Ari­on banka, en 40 pró­sent þeirra sem fara í gegn­um greiðslu­mat­ið á vef bank­ans eru við­skipta­vin­ir annarra banka.

„Við sáum það vel þeg­ar við kynnt­um sta­f­ræna greiðslu­mat­ið til leiks að snjall­ar lausn­ir sem auka þæg­indi, spara tíma og jafn­vel pen­inga höfða til fleiri en okk­ar við­skipta­vina. Greiðslu­mat­ið var þjón­usta sem all­ir gátu nýtt sér.“

Iða Brá seg­ir að með app­inu geti fólk val­ið þá þjón­ustu sem hent­ar því best enda þurfi fólk ekki að vera með öll við­skipti hjá ein­um banka. Þá fel­ist eng­in skuld­bind­ing í því að sækja app­ið.

„Við er­um hvergi nærri hætt og mun­um á nýju ári kynna fleiri spenn­andi lausn­ir fyr­ir við­skipta­vini okk­ar sem auð­velda þeim lífið og gera þjón­ust­una okk­ar enn þægi­legri,“seg­ir Iða Brá.

Iða Brá Bene­dikts­dótt­ir er fram­kvæmda­stjóri við­skipta­sviðs Ari­on.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.