Marg­þætt­ur ávinn­ing­ur af sölu bank­anna

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - Páll Harð­ar­son for­stjóri Kaup­hall­ar­inn­ar

Ísíð­ustu viku gerði ég það að um­tals­efni að skrán­ing Ís­lands­banka og Lands­bank­ans gæti kom­ið ís­lensk­um hluta­bréfa­mark­aði lang­leið­ina upp á stall með bestu hluta­bréfa­mörk­uð­um heims. Það hefði aft­ur mikla þýð­ingu fyr­ir fjár­mögn­un­ar­mögu­leika skráðra fyr­ir­tækja og þar með mögu­leika þeirra til að stækka og efl­ast og skapa verð­mæt störf fyr­ir ís­lenskt þjóð­ar­bú.

Þetta er af­skap­lega mik­il­vægt, en ávinn­ing­ur­inn yrði marg­þætt­ari. Með sölu stærsta hluta eign­ar rík­is­ins í bönk­un­um mætti í senn bæði auka skil­virkni fjár­mála­kerf­is­ins og stuðla að hækk­un láns­hæf­is­mats rík­is­sjóðs.

Bók­fært virði eign­ar rík­is­sjóðs í Ís­lands­banka og Lands­bank­an­um í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins nam um 15,5% af áætl­aðri vergri lands­fram­leiðslu síð­asta árs. Eign­ar­hlut­ur rík­is­ins á þenn­an mæli­kvarða er marg­falt hærri en tíðk­ast víð­ast hvar í Evr­ópu. Hætt er við að svo mik­ið op­in­bert eign­ar­hald dragi úr skil­virkni banka­kerf­is­ins, bæði vegna ónógs eig­enda­að­halds og mis­mun­ar á sam­keppn­is­legri stöðu fjár­mála­fyr­ir­tækja í op­in­berri eigu ann­ars veg­ar, og annarra fjár­mála­fyr­ir­tækja, hins veg­ar.

Sala rík­is­bank­anna myndi stuðla að lausn þessa vanda. Jafn­framt gæti rík­is­sjóð­ur not­að sölu­and­virð­ið til að greiða nið­ur skuld­ir. Ekki er óvar­legt að ætla að skuldastaða rík­is­ins gæti lækk­að um 40%. Áhrif á láns­hæf­is­mat yrðu vafa­lít­ið já­kvæð. Betra láns­hæf­is­mat myndi skila sér í hag­stæð­ari fjár­mögn­un­ar­kjör­um, ekki bara til rík­is­ins held­ur til all­flestra ís­lenskra fyr­ir­tækja með til­heyr­andi ábata fyr­ir ís­lensk­an efna­hag.

Það er jafn­framt litl­um vafa und­ir­orp­ið að hag­stæð­asta sölu­verð, og þar með já­kvæð­ust áhrif á láns­hæfi og fjár­mögn­un­ar­kjör, feng­ist með al­mennu út­boði bank­anna og skrán­ingu á hluta­bréfa­mark­að. Í fyrsta lagi þýð­ir al­mennt út­boð að leit­að er til eins stórs hóps mögu­legra fjár­festa og hugs­ast get­ur. Í öðru lagi trygg­ir skrán­ing fjár­fest­um gagn­sæi, jafn­ræði og eft­ir­mark­að þar sem þeir geta selt eða auk­ið við hlut sinn. Þetta eyk­ur greiðslu­vilja þeirra.

Með skrán­ingu á mark­að mætti einnig tryggja dreift eign­ar­hald og stuðla að auk­inni beinni þátt­töku al­menn­ings sem fjár­festa í efna­hags­líf­inu. Nán­ar um leið­ir og álita­mál í næsta pistli.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.