Skyn­sem­is­mað­ur á kross­göt­um

Fréttablaðið - - MENNING - Berg­sveinn Birg­is­son Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir

Út­gef­andi: Bjart­ur Fjöldi síðna: 295

Í nýj­ustu skáld­sögu Berg­sveins Birg­is­son­ar, Lif­andi­lífs­læk­ur, mæt­ir upp­lýs­ing­ar­mað­ur 18. ald­ar veru­leik­an­um á Strönd­um sem kem­ur veru­legu róti á fyr­ir­fram­gefn­ar hug­mynd­ir hans. Skaft­áreld­ar hafa geis­að á Íslandi og ráða­menn í Kaup­manna­höfn velta fyr­ir sér að flytja vinnu­færa Ís­lend­inga til Dan­merk­ur en ákveða síð­an að láta meta ástand þjóð­ar­inn­ar. Til að kanna stöð­una í Stranda­sýslu velst hálf­ís­lensk­ur há­skóla­mað­ur, Magnús Árel­íus, sem tel­ur sig vera boð­bera nýrra tíma. Hann ætti að hafa sitt­hvað fram að færa fá­fróðu fólki á Strönd­um til upp­lýs­ing­ar. Raun­veru­leik­inn þar pass­ar hins veg­ar ekki við hug­mynda­heim hans.

Berg­sveinn hef­ur hér fund­ið ágæt­is sögu­efni sem býð­ur upp á alls kyns vanga­velt­ur um vís­indi, skyn­sem­is­hyggju, trú og hjá­trú, þjóð­fé­lags­stöðu, ást og sitt­hvað fleira. Svo að segja á hverri síðu er varp­að fram hug­leið­ing­um og spurn­ing­um og svör­in liggja ekki ætíð beint við, það þarf að leita þeirra. Að því leyti er sag­an krefj­andi fyr­ir les­and­ann. Hún er það líka þeg­ar kem­ur að stíl.

Berg­sveinn hef­ur sann­að og sýnt að hann kann ým­is­legt fyr­ir sér í stíl. Sögu­efn­is­ins vegna er nær óhjá­kvæmi­legt að kan­sellí- stíll sé áber­andi í verk­inu fram­an af í köfl­um sem ger­ast í Kaup­manna­höfn og í bréf­um sem Magnús Árel­íus rit­ar. Slík­ur stíll er ekki auð­veld­ur öll­um les­end­um, en hverf­ur síð­an og nú­tíma­legri stíl­brögð taka við. Stíll­inn er þó ætíð þeirr­ar gerð­ar að hann heimt­ar at­hygli les­and­ans, eng­inn flýg­ur í gegn­um lest­ur­inn. Fram­vind­an er nokk­uð hæg, sér­stak­lega í fyrri hluta. En svo koma draug­arn­ir við sögu og verk­ið rís einna hæst í sög­um þeirra af lífi sínu og óblíð­um ör­lög­um. Gam­an­semi sting­ur víða upp koll­in­um, eins og í hug­leið­ing­um um það hversu prýði­leg­ur draug­ur Magnús Árel­íus myndi reyn­ast, með parruk á höfði og kvaðr­ant í hendi, spyrj­andi fólk til veg­ar. Þátt­ur draug­anna í sög­unni gef­ur henni al­veg sér­stak­an blæ, með sanni má kalla þá senu­þjófa.

Ást­in kem­ur við sögu og þar stend­ur Magnús Árel­íus frammi fyr­ir vali sem ögr­ar öllu því sem hann áð­ur trúði á. Und­ir lok­in birt­ist á svið­inu auka­per­són­an Hall­varð­ur Halls­son, en höf­und­ur hefði mátt smíða mun meir úr hon­um en gert er.

Marg­ar af­bragðs góð­ar skáld­sög­ur eru á mark­aði um þessi jól. Lif­andi­lífs­læk­ur er í hópi þeirra bestu. Óhætt er svo að slá því fram að eng­inn rit­höf­und­ur eigi þetta ár­ið jafn góð­an lokakafla og þann sem kem­ur frá Berg­sveini í þess­ari bók. Þetta er kraft­mik­ill og snjall kafli með gríð­ar­lega sterka og beitta teng­ingu við nú­tím­ann. Kafli sem get­ur ekki ann­að en hreyft veru­lega við les­and­an­um.

Berg­sveinn Birg­is­son.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.