Sann­leik­ur og rétt­læti

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - Bjarna Karls­son­ar

Fátt hef­ur kennt mér meira í líf­inu en eig­in mis­tök. Þeg­ar ég lít yf­ir far­inn veg er ég ekki síst þakk­lát­ur því sem ég hef klúðr­að. Þó er ein gerð mistaka sem ég get ekki þakk­að. Það er þeg­ar ég hef vald­ið öðru fólki tjóni. Mér verð­ur æ oft­ar hugs­að til fólks sem ég ótt­ast að ég hafi skað­að með ein­hverj­um hætti. Þeg­ar ég íhuga þetta sé ég að sjaldn­ast var það vegna of­drykkju, þótt slíkt hafi hent, en furðu oft hef ég vald­ið per­són­um tjóni þeg­ar ég var full­ur af rétt­lætis­kennd. Rétt­læti og sann­leik­ur eru vand­með­far­in fyr­ir­bæri. Í dag sé ég bet­ur en fyrr að ég er ekki hand­hafi sann­leik­ans og jafn­vel þeg­ar ég hef al­gjör­lega rétt fyr­ir mér get ég ekki treyst því að ég sé sjálf­ur rétt­lát­ur.

Við þekkj­um flest ástand­ið sem skap­ast í húsi þeg­ar barn er ný­kom­ið í heim­inn. All­ir fara hljóð­lega og allt snýst um þarf­ir barns­ins. Kannski var mað­ur aldrei nær því að vera mað­ur sjálf­ur en fyrstu dag­ana full­ur af kvíða og þakk­læti und­ir valdi hins ný­fædda. Get­ur hugs­ast að líkt og ný­fætt barn er ekki eign for­eldra sinna held­ur eru ást­vin­irn­ir handa barn­inu, þannig sé held­ur aldrei hægt að eigna sér sann­leik­ann og rétt­læt­ið?

Besta vinnu­til­gát­an við ung­barn er sú að þjóna því. Skyldi það vera eins með sann­leik­ann og rétt­læt­ið? Stund­um þarf vissu­lega að bregð­ast hart við í þágu barna, en allt sem við ger­um verð­ur að vera laust við sjálflægni í ljósi þess að barn­ið á sitt eig­ið líf sem við get­um ekki ákvarð­að eða sagt fyr­ir um.

Ég vildi óska að ég hefði alltaf hugs­að meira um að þjóna rétt­læt­inu en að fram­kvæma það og frem­ur sóst eft­ir því að vera á valdi sann­leik­ans en að valda hon­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.