Bæj­ar­stjór­ar taka vel í veg­gjöld

Bæj­ar­stjór­ar Akra­ness og Ár­borg­ar eru já­kvæð­ir gagn­vart hug­mynd­um um veg­gjöld og telja þær einu leið­ina til að fjár­magna löngu tíma­bær­ar sam­göngu­úr­bæt­ur. Fram kom í haust að ekki stæði til að taka upp veg­gjöld á Reykja­nes­braut.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - sig­hvat­[email protected]­bla­did.is

SAMGÖNGUR Bæj­ar­stjór­ar Akra­ness og Ár­borg­ar eru já­kvæð­ir gagn­vart hug­mynd­um um veg­gjöld og telja þær einu leið­ina til að fjár­magna löngu tíma­bær­ar sam­göngu­úr­bæt­ur.

„Þess­ar hug­mynd­ir sem nú er ver­ið að kynna sjá­um við bara sem einu leið­ina til að koma ein­hverri hreyf­ingu af stað í sam­göngu­mál­um,“seg­ir Sæv­ar Freyr Þrá­ins­son, bæj­ar­stjóri á Akra­nesi.

SAMGÖNGUMÁL „Þess­ar hug­mynd­ir sem nú er ver­ið að kynna sjá­um við bara sem einu leið­ina til að koma ein­hverri hreyf­ingu af stað í sam­göngu­mál­um,“seg­ir Sæv­ar Freyr Þrá­ins­son, bæj­ar­stjóri á Akra­nesi, um hug­mynd­ir um að veg­gjöld verði tek­in upp til að flýta fyr­ir sam­göngu­fram­kvæmd­um.

Bæj­ar­stjórn Akra­ness sam­þykkti á þriðju­dag ein­róma bók­un þar sem við­horfs­breyt­ingu á Al­þingi gagn­vart slíkri fjár­mögn­un er fagn­að. „Um­ræð­an hef­ur auð­vit­að þró­ast tölu­vert, ekki bara hér á Akra­nesi, held­ur á Vest­ur­landi öllu. Ég held að Hval­fjarð­ar­göng­in séu dæmi um ár­ang­urs­ríka fram­kvæmd sem sýn­ir að þetta er hægt. Við leggj­um hins veg­ar áherslu á að komi til svona veggjalda, eða flýtigjalda eins og við köll­um þetta, verði jafn­ræði tryggt.“

Um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd Al­þing­is hef­ur haft sam­göngu­áætlun til vinnslu síð­an í haust. Í byrj­un vik­unn­ar komu fram hug­mynd­ir frá Jóni Gunn­ars­syni, sett­um for­manni, um breyt­ing­ar­til­lögu þess efn­is að tek­in verði upp veg­gjöld um land allt.

Sam­komu­lag náð­ist í fyrra­kvöld um að af­greiðslu sam­göngu­áætlun­ar yrði frest­að til 1. fe­brú­ar næst­kom­andi. Stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn höfðu gagn­rýnt máls­með­ferð­ina harka­lega og þann stutta tíma sem vinna átti til­lög­urn­ar á. Þær til­lög­ur sem liggja fyr­ir ganga út á að tek­in verði upp veg­gjöld á öll­um stofn­leið­um til og frá höf­uð­borg­inni, í öll­um jarð­göng­um lands­ins auk gjald­töku vegna ein­staka fram­kvæmda.

Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, seg­ir að mál­ið hafi enn ekki ver­ið rætt í bæj­ar­stjórn enda til­lög­urn­ar ekki full­klár­að­ar. Eng­in form­leg af­staða liggi því fyr­ir.

„Það kom samt fram á fundi okk­ar með þing­mönn­um Suð­ur­kjör­dæm­is í haust að ekki stæði til að setja veg­gjöld á Reykja­nes­braut­ina. Sig­urð­ur Ingi var sjálf­ur á þess­um fundi. Mið­að við um­ræð­una nú virð­ist það hafa breyst en við höf­um ekk­ert í hendi um þetta.“

Gísli Hall­dór Hall­dórs­son, bæj­ar­stjóri í Ár­borg, tek­ur und­ir með koll­ega sín­um á Akra­nesi um að veg­gjöld séu góð leið til að koma nauð­syn­leg­um sam­göngu­fram­kvæmd­um í gang. „Ég heyri ekki ann­að en að sveit­ar­stjórn­ar­fólk á Suð­ur­landi sé al­mennt hrif­ið af þessu því það eru ekki aðr­ar lausn­ir sjá­an­leg­ar.“

Hann nefn­ir sem dæmi fram­kvæmd eins og nýja Ölfusár­brú. „Það er auð­vit­að ljóst að það eru gríð­ar­lega mörg mjög brýn verk­efni sem þurfa að kom­ast inn á sam­göngu­áætlun. Mið­að við fjár­reið­ur rík­is­ins er það nán­ast ókleift að fara út í þau öll en þar er ný Ölfusár­brú eitt af þeim mik­il­væg­ustu. Mér reikn­ast til að það sé hægt að fjár­magna þessa brú á tólf ár­um fyr­ir veggjald sem væri á bil­inu 50-100 krón­ur á bíl. Það keyra 20 þús­und bíl­ar á dag yf­ir gömlu brúna á sumr­in.“

Við leggj­um hins veg­ar áherslu á að komi til svona veggjalda, eða flýtigjalda eins og við köll­um þetta, verði jafn­ræði tryggt. Sæv­ar Freyr Þrá­ins­son, bæj­ar­stjóri á Akra­nesi

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ERNIR

Bæj­ar­stjóri Ár­borg­ar tel­ur hægt að fjár­magna nýja Ölfusár­brú á 12 ár­um með hóf­legu veggjaldi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.