Trump gæti leyst Hu­awei-stýru úr haldi

Fréttablaðið - - NEWS - – þea

Meng Wanzhou, fjár­mála­stjóri Hu­awei, var lát­in laus gegn trygg­ingu í Kanada í gær. Ellefu dag­ar eru nú liðn­ir frá því hún var hand­tek­in, að beiðni Banda­ríkja­manna, grun­uð um að hafa af­vega­leitt banka um ítök Hu­awei í Ír­an og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn við­skipta­þving­un­um. Banda­rík­in fara fram á framsal henn­ar en mál­ið hef­ur haft slæm áhrif á sam­band Banda­ríkj­anna og Kanada við ris­ann í austri.

Sam­kvæmt Reu­ters þarf Meng nú að vera með ökkla­band og þá þurftu fimm vin­ir henn­ar að ábyrgj­ast að hún myndi ekki flýja með veði í hús­um sín­um.

Dóm­ari í Kanada á eft­ir að úr­skurða um framsal­ið. Kom­ist hann að því að mál­ið gegn Meng sé nógu sterkt mun hún verða send til Banda­ríkj­anna þar sem hún á vænt­an­lega ákæru í vænd­um og mögu­lega allt að þrjá­tíu ára fang­els­is­dóm.

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, tjáði sig um mál­ið í sam­tali við Reu­ters. Sagði að ef það þjón­aði þjóð­ar­hags­mun­um eða stuðl­aði að nýj­um við­skipta­samn­ingi við Kína myndi hann taka fram fyr­ir hend­ur dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins í mál­inu.

Lu Kang, upp­lýs­inga­full­trúi kín­verska ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, sagði á blaða­manna­fundi að hand­tak­an hefði ver­ið stór mis­tök.

„Við höf­um tjáð Banda­ríkj­un­um og Kanada að við lít­um þannig á mál­ið og för­um fram á að rík­in leið­rétti þetta þeg­ar í stað og leysi Meng Wanzhou úr haldi,“sagði Lu og bætti því við að það væri já­kvætt ef for­seti Banda­ríkj­anna beitti sér fyr­ir lausn fjár­mála­stjór­ans.

Við för­um fram á að rík­in leið­rétti þetta og leysi Wanzhou úr haldi.

Lu Kang, upp­lýs­inga­full­trúi kín­verska ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins

FRÉTTA­BLAЭIÐ/EPA

Meng Wanzhou, fjár­mála­stjóri Hu­awei.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.