Moz­art helsta fyr­ir­mynd­in

Eva Rún Sn­orra­dótt­ir er hluti af leik­hópn­um 16 elsk­end­ur sem nú sýn­ir leik­hús­upp­lif­un­ina Leit­in að til­gangi lífs­ins á Smára­torgi. Bún­ing­ur henn­ar í sýn­ing­unni hent­ar bæði henni og per­són­unni sem hún bregð­ur yf­ir sig en ann­ars er Moz­art henn­ar helsta tísku

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir bryn­hild­[email protected]­bla­did.is MYND/ERNIR

Eva Rún Sn­orra­dótt­ir í ham­ingju­föt­un­um sem hún klæð­ist í sýn­ing­unni Leit­in að til­gangi lífs­ins.

Við er­um öll í því að vera um­hverf­i­s­væn í því hvernig við vinn­um og eyð­um ekki pen­ing­um í eitt­hvað sem er síð­an hent,“seg­ir Eva Rún um vinnu­brögð leik­hóps­ins. „Svo bún­ing­arn­ir okk­ar eru keypt­ir með til­liti til þess að við leik­ar­arn­ir get­um hugs­að okk­ur að nota föt­in áfram. Mín per­sóna er ein­stak­lega glans­andi því hún er mjög ham­ingju­söm og þess vegna er hún í skæs­leg­um glans­andi föt­um. Þetta er svona týpa sem treyst­ir sér til að fjalla um ham­ingj­una.

Það voru dans­ari og sviðs­hönn­uð­ur í verk­inu sem fóru og völdu þenn­an bún­ing á mig, silf­ur­litar bux­ur sem eru mjög þægi­leg­ar og glans­andi fjólu­blá­an rúllukraga­bol en all­ar per­són­urn­ar eru í skæs­leg­um jogg­ing­bux­um og rúllukraga­bol. Ég á eft­ir að nota þetta en ég hugsa að það sé ekki hægt að segja að þetta sé beint minn stíll. Ég við­ur­kenni að fjólu­blár hef­ur kannski ekki ver­ið al­veg minn lit­ur hing­að til en rúllukrag­ar eru að gera eitt­hvað fyr­ir mig.“

Að­spurð hver sé þá henn­ar tísku­fyr­ir­mynd nefn­ir Eva Rún Moz­art. „Mín helsta tísku­fyr­ir­mynd er Moz­art, og ég hef reynt að vinna með hans stíl,“seg­ir hún. „Mér finnst hann svo töff, þess­ir síðu jakk­ar, skyrt­ur með blúnd­un­um á ermun­um og hné­bux­urn­ar.“

Hún við­ur­kenn­ir að þurfa stund­um að láta ímynd­un­ar­afl­ið ráða þeg­ar hún sæk­ir til þess­ar­ar fyr­ir­mynd­ar sinn­ar. „Ég ímynda Leik­hóp­ur­inn 16 elsk­end­ur leit­ar að til­gangi lífs­ins á gömlu Lækna­stöð­inni.

mér stund­um: myndi Moz­art ganga í þessu? því við höf­um ekki mik­ið af mynd­um af hon­um,“seg­ir hún og bæt­ir við: „Nema þetta eina mál­verk, þessi fræga mynd af hon­um þar sem hann er hálf svona hæðn­is­leg­ur og mér finnst hann bara svo sjarmer­andi og sjúk­lega flott í gangi með tísk­una þar.“

Eðli máls­ins sam­kvæmt seg­ist Eva Rún helst versla á nytja­mörk­uð­um. „Ég versla nán­ast ein­göngu í second-hand búð­um og sér­stak­lega í Aust­ur-Evr­ópu þar sem er ým­is­legt mjög djúsí að finna í þess­um stíl.“

Sýn­ing­in Leit­in að til­gangi lífs­ins á hug Evu all­an þessa dag­ana og skygg­ir jafn­vel á jó­laund­ir­bún­ing­inn. „Við bjóð­um fólki að koma á Smára­torg þar sem það fer í ákveð­inn leið­ang­ur og er boð­ið inn í ákveðn­ar að­stæð­ur þar sem við er­um að kurla upp í þess­um stóru spurn­ing­um eins og af hverju er­um við lif­andi og

hvað vill mað­ur­inn og fleira og við reyn­um að gera þetta á upp­vekj­andi hátt en líka þannig að það sé gam­an,“seg­ir hún og bæt­ir við:

„Þetta er upp­lif­un­ar­leik­hús þannig að þú sit­ur ekki og horf­ir á eitt­hvað held­ur er ferða­lag hvers og eins áhorf­anda ein­stakt svo eng­ir tveir sjá ná­kvæm­lega sömu sýn­ing­una. Sýn­ing­in tek­ur svona tvo klukku­tíma og stund­um ertu með hópi og stund­um einn og eng­ir tveir upp­lifa hana al­veg eins. Sýn­ing­in byrj­ar með sím­tali nokkr­um dög­um fyrr og þá spyrj­um við nokk­urra per­sónu­legra spurn­inga eins og: Upp­lif­ir þú að líf þitt hafi til­gang? Hversu gam­an finnst þér að lifa? og svo fram­veg­is og eft­ir svör­un­um sníð­um við upp­lif­un­ina.“

Eva Rún verð­ur því á Smára­torgi í fjólu­báa rúllukraga­boln­um og silf­ur­litu bux­un­um á næst­unni en miða má nálg­ast á tix.is og hún lof­ar því að það verði fullt af sýn­ing­um í janú­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.