Topp­ur­inn á popp-ís­jak­an­um

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - MYND/MAGNÚS LEIFSSON FRÉTTABLAÐIÐ/ANT­ON BRINK stef­ant­[email protected]­bla­did.is

Helgi Sæmund­ur, ann­ar helm­ing­ur dúós­ins Úlf­ur Úlf­ur hef­ur sent frá sér sólólag­ið Your­self und­ir nafn­inu iam­helgi. Lag­ið er syntha-skot­ið popp­lag en Helgi seg­ist lengi hafa ver­ið ansi svag fyr­ir popp­tónlist og lang­að til að sleppa frá sér nokkr­um slík­um lög­um – en Your­self er fyrsta lag­ið af nokkr­um sem munu koma frá Helga á næst­unni.

„Þetta er djöf­uls­ins popp – mað­ur er svo sjúk­ur í popp. Mig hef­ur lang­að í svo mörg ár að gera popp. Þetta er bú­ið að liggja á mér hel­víti lengi að prófa eitt­hvað svona, mað­ur hef­ur auð­vit­að ver­ið í hipp­hopp­inu svo lengi. Ég hef ver­ið að vinna þetta svo­lít­ið í leyni síð­ustu mán­uði og fannst vera kom­inn tími á að gefa þetta út. Ég á svo mik­ið af efni þannig að núna verð­ur þetta reglu­legt næstu mán­uði – alla­veg­ana að gefa út 4 til 5 lög.“

Helgi seg­ir öll þessi lög sem eru á leið­inni vera popp og bæt­ir jafn­vel í og seg­ir að næstu lög verði enn meira popp­uð. Hann seg­ist hafa ver­ið að hlusta á Daft Punk og seg­ir að það­an komi inn­blástur­inn að hljómn­um sem ein­kenni þessi lög.

„Það kem­ur lík­lega út stutt plata í vor – plan­ið var að gera heila plötu en það meik­ar eig­in­lega ekki sens í þess­um net­heimi í dag. Þannig að ég byrja á því að gefa út eitt lag í einu og svo von­andi í vor geri ég stutta plötu.“

Lög­in eru unn­in með Jóa, öðr­um með­lim hins dul­ar­fulla pródúsera­dúós Redd­lig­hts.

iam­helgi þreytti raun­ar sína frum­raun á Airwaves-há­tíð­inni í nóv­em­ber – þar kom hann fram með mik­ið af því efni sem er á leið­inni frá hon­um núna á næst­unni.

„Ég sótti um að spila á Airwaves án þess að vera til­bú­inn með neitt full­klár­að – þannig að í raun tók ég 40 mín­útna sett með demó­um. Það kom al­veg drullu vel út og plan­ið er að spila meira og fylgja þessu lagi eft­ir, skapa smá dæmi í kring­um nafn­ið áð­ur en næsta lag kem­ur út.“

Innt­ur frétta af Úlf­ur Úlf­ur seg­ir Helgi að þeir fé­lag­ar séu í fullu fjöri. Báð­ir eru þeir bún­ir að taka smá sóló-sprell en Arn­ar Úlf­ur henti út plötu í ág­úst og Helgi er að­eins bú­inn að dunda sér bæði sem tón­skáld fyr­ir sjón­varp og nú sem popp­ari. Þannig að snemma á næsta ári kem­ur nýtt lag frá Úlf­in­um.

„Okk­ur báða lang­aði að prófa eitt­hvað – við höf­um ver­ið bara í hjóna­bandi í fimmtán ár og þurft­um að­eins að fikta.“

Your­self má finna á Spotify – Helgi hvet­ur fólk til að taka sér endi­lega frí í vinn­unni í dag og hlusta á smell­inn.

Helgi send­ir frá sér „djöf­uls­ins popp“und­ir nafn­inu iam­helgi og er með meira á leið­inni.

Helgi seg­ir að Úlf­ur Úlf­ur séu ekki dauð­ir úr öll­um æð­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.