Mar­tröð

Fréttablaðið - - SKOÐUN SKOÐUN - Krist­ín Þor­steins­dótt­ir krist­[email protected]­bla­did.is

Th­eresa May fór enn eina fýlu­ferð­ina til Brus­sel í vik­unni. Leið­tog­ar Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna virð­ast harð­ir á því að gefa ekki frek­ar eft­ir í samn­ing­um við Breta um út­göngu. Val­ið virð­ist snú­ast um samn­ing May, sem hún hef­ur heykst á að leggja fyr­ir þing­ið, eða alls eng­an samn­ing. Flest­ir eru sam­mála um að út­göngu án samn­ings beri að forð­ast með öll­um til­tæk­um ráð­um. Sam­kvæmt spá Eng­lands­banka myndi slík nið­ur­staða valda efna­hags­leg­um ham­förum, mun verri en í bankakrís­unni 2008. Bank­inn tel­ur að hag­vöxt­ur myndi drag­ast sam­an um 8 pró­sent á einni nóttu, sterl­ings­pund­ið myndi hríð­falla og eigna­verð sömu­leið­is.

Með­an ekk­ert ann­að er í hendi verð­ur þessi nið­ur­staða hins veg­ar lík­legri með hverj­um deg­in­um sem líð­ur. Ljóst var að May hefði aldrei kom­ið samn­ingn­um í nú­ver­andi mynd gegn­um þing­ið. Þess vegna hætti hún við.

Síð­an hef­ur for­sæt­is­ráð­herr­ann sigr­ast á van­traust­stil­lögu frá sam­flokks­mönn­um sín­um, en að öðru leyti er ekk­ert breytt. Samn­ing­ur­inn er enn sá sami, og ekki gott að segja hvers vegna þing­menn ættu að sam­þykkja hann nú frek­ar en áð­ur. Staða May er því gríð­ar­lega þröng. Ein­hverj­ir þing­manna berj­ast fyr­ir því að Bret­ar gangi í Evr­ópska efna­hags­svæð­ið. En hví ætti stór­þjóð eins og Bretland að sam­þykkja skyldu til að taka við lög­um ESB án þess að hafa nokk­uð um það að segja? Varla snýst hug­mynd­in um Brex­it um að hafa enn minna að segja um eig­in ör­lög.

Enn aðr­ir vilja svo­kall­aða Kan­ada­leið, það er að segja víð­feðm­an fríversl­un­ar­samn­ing við ESB. Slíkt tek­ur hins veg­ar ár og jafn­vel ára­tugi að semja um. Erfitt er að sjá hvaða lausn er fólg­in í því á þess­ari stundu. Tím­inn er ein­fald­lega að renna út.

Draum­ur­inn um Brex­it er að breyt­ast í mar­tröð. For­sæt­is­ráð­herr­ann virð­ist eng­in tromp hafa á hendi. Þing­ið veit ekki í hvorn fót­inn það á að stíga.

Sann­leik­ur­inn er sá að Brex­it-at­kvæða­greiðsl­an fór fram án þess að næg­ar upp­lýs­ing­ar lægju fyr­ir um hvað tæki við. Út­göngus­inn­ar lugu þjóð­ina fulla og geng­ust við því strax að kvöldi kjör­dags. Þetta var lygi­lega ljót­ur leik­ur sem margt hóf­samt fólk var­aði við með góð­um rök­um – ekki síst ábyrg flokks­systkin Th­eresu May, sem nú sit­ur í súp­unni.

Nú er að koma í ljóst hvað felst í Brex­it. Al­ger ringul­reið að því er virð­ist. Er ekki kom­inn tími til að Bret­ar fái aft­ur að segja álit sitt á mál­inu þeg­ar helstu for­send­ur liggja fyr­ir? Það er eina sjá­an­lega leið­in til að höggva á þann óleys­an­lega hnút sem stjórn­mála­mönn­un­um hef­ur tek­ist að hnýta.

Draum­ur­inn um Brex­it er að breyt­ast í mar­tröð. For­sæt­is­ráð­herr­ann virð­ist eng­in tromp hafa á hendi. Þing­ið veit ekki í hvorn fót­inn það á að stíga.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.