Guð­rún Brá í 36. sæti í Marokkó

Fréttablaðið - - SPORTS - Kpt

Guð­rún Brá Björg­vins­dótt­ir, at­vinnukylf­ing­ur úr Golf­klúbbn­um Keili, lék á pari á þriðja hring úr­töku­móts­ins fyr­ir Evr­ópu­mótaröð­ina í Marokkó í gær og er í 36. sæti þeg­ar tveir hring­ir eru eft­ir.

Eft­ir hring dags­ins sem er fjórði hring­ur móts­ins er nið­ur­skurð­ur og fá efstu sex­tíu kylf­ing­arn­ir að leika loka­hring­inn á morg­un.

Alls fá efstu 25 kylf­ing­arn­ir í lok fimmta hrings þátt­töku­rétt á Evr­ópu­mótaröð­inni, sterk­ustu mótaröð Evr­ópu, á næsta ári.

Líkt og fyrstu tvo dag­ana lék Guð­rún Brá stöð­ugt golf í gær í út­hverfi Marra­kesh.

Hún fékk tvo skolla, tvo fugla og fjór­tán pör og lék ann­an hring­inn í röð á pari.

Alls er Guð­rún Brá á einu höggi yf­ir pari eft­ir þrjá hringi og er þrem­ur högg­um frá 25. sæt­inu þeg­ar tveir hring­ir eru eft­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.