Ít­ölsk gæði tryggja góð­an svefn

Hjá Rúm­föt.is er hægt að fá há­gæða rúm­föt úr fín­ustu efn­um sem til eru. Góð rúm­föt geta bætt svefn­gæði og við eyð­um stór­um hluta æv­inn­ar í rúm­inu, svo það er full ástæða til að vanda val­ið.

Fréttablaðið - - FÓLK - MYND/EYÞÓR MYND/EYÞÓR Rúm­föt.is er op­in milli 12-18 virka daga og 11-15 laug­ar­daga. Sími: 565 1025, www.rum­fot.is.

Við eyð­um ein­um þriðja hluta æv­inn­ar í rúm­inu. Það eru ansi marg­ir klukku­tím­ar. Hvers vegna ætt­um við ekki að vilja láta okk­ur líða sem best þann tíma?“seg­ir Björn Heið­dal, versl­un­ar­stjóri Rúm­föt.is. „Lyk­ill­inn að góð­um svefni, fyr­ir ut­an gott rúm og sæmi­lega heilsu, eru rúm­föt­in,“seg­ir Björn. „Marg­ir átta sig kannski ekki á því, en það get­ur bætt svefn­gæð­in veru­lega að sofa í mjúk­um og hrein­um rúm­föt­um.“

Bjóða upp á ein­stök gæði

„Það er vissu­lega hægt að kaupa sæmi­leg rúm­föt víða á Íslandi, en lík­urn­ar á að finna há­gæða lúx­us rúm­föt í næstu versl­un eru nán­ast eng­ar,“seg­ir Björn. „Rúm­föt.is er ný rúm­fata­versl­un sem sér­hæf­ir sig í há­gæða rúm­föt­um úr allra dýr­ustu og flott­ustu damask- og satí­n­efn­um sem til eru.

Ég elska að gleðja fólk og selja góð rúm­föt. Að sama skapi þoli ég ekki rúm­föt úr lé­leg­um efn­um,“seg­ir Björn. „Bestu rúm­föt­in mín koma frá Ítal­íu. Það er eitt­hvað al­veg sér­stakt við þessi ít­ölsku rúm­föt sem ég hef ekki fund­ið hjá nein­um öðr­um fram­leið­end­um. Vissu­lega eru rúm­föt­in að­eins dýr­ari en önn­ur, en þau end­ast líka leng­ur og þú færð varla þægi­legri rúm­föt til að sofa í.

Við selj­um m.a. rúm­föt frá ít­alska fyr­ir­tæk­inu Quagliotti, en það er lít­ið fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki úr ná­grenni Torínó sem var stofn­að ár­ið 1933 af Vincenzo Quagliotti,“seg­ir Björn. „Fyr­ir­tæk­ið sér­hæf­ir sig í há­gæða rúm­föt­um fyr­ir fimm stjörnu lúx­us­hót­el og aðra vand­láta við­skipta­vini. Að­eins sér­val­in lang­þráða bóm­ull frá Egyptalandi eða Perú er not­uð til að búa til þessi silkimjúku gæð­a­rúm­föt.

Mottó búð­ar­inn­ar er; bara það besta er nógu gott. Ég spyr aldrei hvað er ódýr­ast þeg­ar ég tala við fram­leið­end­ur, bara hvað er best,“seg­ir Björn. „Ég lækka frek­ar álagn­ing­una en að slá af gæð­un­um.“

Af­mælistil­boð fyr­ir jól

„Nú er búð­in tveggja mán­aða göm­ul og við­tök­urn­ar hafa far­ið fram úr björt­ustu von­um,“seg­ir Björn. „Af því til­efni hef ég ákveð­ið að selja Quagliotti rúm­föt með 10% af­slætti fram til jóla og láta kassa af ít­ölsku verð­launa­kon­fekti, sem er besta súkkulaði sem ég hef smakk­að, fylgja með. Við hvetj­um fólk til að kíkja til okk­ar og fá sér al­vöru lúx­us rúm­föt til að sofa sér­lega vel um jól­in.“

Björn Heið­dal, versl­un­ar­stjóri Rúm­föt.is, seg­ir að góð rúm­föt geti bætt svefn­gæði veru­lega.

MYND/RÚM­FÖT.IS

Þessi gæða rúm­föt frá ít­alska merk­inu Quagliotti eru gerð úr 600 þráða satíni.

MYND/RÚM­FÖT.IS

Bestu rúm­föt­in koma frá Ítal­íu. Þau hafa eig­in­leika sem Björn hef­ur ekki fund­ið hjá nein­um öðr­um fram­leið­end­um. Hægt er að kynna sér úr­val­ið á www.rum­fot. is.

MYND/EYÞÓR

Góð rúm­föt eru að­eins dýr­ari, en þau end­ast líka leng­ur og eru ein­stak­lega þægi­leg.

Rúm­föt.is sér­hæf­ir sig í há­gæða rúm­föt­um úr allra flott­ustu damask- og satí­n­efn­um sem til eru.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.