Glaum­gosi í mið­depli hneyksl­is­ins

Fréttablaðið - - FÓLK -

Rík­is­sak­sókn­ar­inn í Malas­íu gaf einnig út ákæru á hend­ur malasíska fjár­fest­in­um Jho Low. Hann var við­fangs­efni nýrr­ar bók­ar tveggja blaða­manna The Wall Street Journal sem ber heit­ið „Billi­on Doll­ar Whale: The Man Who Foo­led Wall Street, Hollywood and the World“.

Low er lýst sem glaum­gosa og fé­lags­veru sem hef­ur kom­ist langt á tengslamynd­un. Hann er kom­inn af ríkri fjöl­skyldu og í námi í London kynnt­ist hann stjúp­syni Najib for­sæt­is­ráð­herra. Á með­an Najib sat í stjórn 1MDB var Low feng­inn til að sinna ráð­gjaf­ar­störf­um fyr­ir sjóð­inn. Tal­ið er að sjóð­ur­inn hafi á hans vakt fjár­magn­að kaup á fast­eign­um í Bever­ly Hills og Man­hatt­an fyr­ir millj­arða dala, 260 millj­óna dala snekkju, og af­mæl­is­veislu Low þar sem stór­stjörn­ur á borð við Phar­rell Williams og Busta Rhy­mes stigu á svið. Þá munu fjár­mun­ir sjóðs­ins einnig hafa fjár­magn­að kvik­mynd­ina Wolf of Wall Street að hluta til.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.