Merkisat­burð­ir

Fréttablaðið - - FÓLK -

1666 Há­skól­inn í Lundi er stofn­að­ur í Sví­þjóð.

1745 Her jakobíta und­ir stjórn Karls Stú­art (Bonnie Pr­ince Charlie) bíð­ur ósig­ur fyr­ir her und­ir stjórn her­tog­ans af Cum­berland í orr­ust­unni við Clift­on Moor. Það er síð­asti bar­dagi sem háð­ur hef­ur ver­ið á enskri grund.

1821 Eld­gos hefst í Eyja­fjalla­jökli.

1943 B-25 sprengjuflug­vél lend­ir á hvolfi skammt sunn­an við Gr­anda­veg­inn í Reykja­vík í að­flugi að flug­vell­in­um í Vatns­mýr­inni. Þrír her­menn lát­ast.

1967 Lög­ræðis­ald­ur á Íslandi er lækk­að­ur úr 21 ári í 20 ár. Síð­ar er hann svo lækk­að­ur nið­ur í 18 ár.

1969 Al­þingi sam­þykk­ir að Ís­land gangi í EFTA frá og með 1. mars 1970.

1983 Sig­urð­ur Magnús­son og Ingi­björg Daða­dótt­ir, hjón í Stykk­is­hólmi, eiga 75 ára hjú­skap­ar­araf­mæli. Eft­ir það lif­ir Sig­urð­ur í fimm mán­uði en Ingi­björg í fjög­ur ár.

1984 Al­þýðu­lýð­veld­ið Kína og Bretland und­ir­rita sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu um fram­tíð Hong Kong.

1986 Andrei Sak­arov fær að snúa aft­ur til Moskvu eft­ir sex ára út­legð inn­an Sov­ét­ríkj­anna.

1989 Hús­næð­is­stofn­un rík­is­ins gef­ur út fyrstu hús­bréf­in. 1992 Kvik­mynd­in Karla­kór­inn Hekla í leik­stjórn Guðnýj­ar Hall­dórs­dótt­ur er frum­sýnd.

1996 Ís­land og Nor­eg­ur und­ir­rita Schengensamn­ing­inn.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.