Loka á djamm ung­menna við Hval­eyr­ar­vatn

Fréttablaðið - - NEWS - – gar

„Okk­ar reynsla er sú að þetta sé ekki úti­vistar­fólk held­ur fólk sem er kom­ið gagn­gert til að skemmta sér og finna eitt­hvert af­drep þar sem það fær að vera í friði,“seg­ir Stein­ar Björg­vins­son, fram­kvæmda­stjóri Skóg­rækt­ar­fé­lags Hafn­ar­fjarð­ar.

Að beiðni Skóg­rækt­ar­fé­lags­ins verð­ur veg­in­um að Hval­eyr­ar­vatni lok­að um ára­mót­in og að kvöldi þrett­ánda dags jóla. Greidd voru at­kvæði um þetta í um­hverf­is- og fram­kvæmda­ráði Hafn­ar­fjarð­ar á þriðju­dag og voru þá þrír full­trú­ar sam­þykk­ir lok­un en tveir á móti.

Reynsl­an er sú að svona fólk nenn­ir ekki að labba lang­ar leið­ir. Stein­ar Björg­vins­son, fram­kvæmda­stjóri Skóg­rækt­ar­fé­lags Hafn­ar­fjarð­ar, í bréfi til bæj­ar­yf­ir­valda.

Fyrst og fremst eru það ung­menni sem kom­in eru með bíl­próf, seg­ir Stein­ar, sem koma að Hval­eyr­ar­vatni á þess­um kvöld­um. Að­spurð­ur seg­ir hann að veg­in­um að vatn­inu hafi aldrei áð­ur ver­ið lok­að á þenn­an hátt.

„Það virð­ist hafa auk­ist á síð­ustu ár­um að fólk komi gagn­gert að Hval­eyr­ar­vatni til að skjóta flug­eld­um og kveikja bál um ára­mót og þrett­ánd­ann. Þessu fylg­ir sóða­skap­ur og ákveð­in eld­hætta þeg­ar ver­ið er að skjóta flug­eld­um þvers og kruss,“út­skýr­ir Stein­ar.

Mik­ið af flug­elda­leif­um end­ar í vatn­inu sjálfu með til­heyr­andi sóða­skap og fyr­ir­höfn fyr­ir skóg­rækt­ar­menn. „Þeg­ar fólk er að mæta á úti­vist­ar­svæð­ið um morg­un­inn til að viðra hund­inn eða skokka þá er allt í óþverra,“seg­ir Stein­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.