Jóla­andi sveif yf­ir vötn­um

Ljós­mynd­ari Frétta­blaðs­ins fór á stúf­ana og fylgd­ist með fólki leggja loka­hönd á jóla­gjafainn­kaup, spila á tón­leik­um og setj­ast nið­ur til að eiga nota­lega stund á kaffi­húsi í gær. Hann rakst líka á jóla­sveina.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR -

Á skemmti­staðn­um Húrra var ver­ið að und­ir­búa Þor­láks­messu­tón­leika.

FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGURARI

Í Herrafata­verzl­un Kor­máks og Skjald­ar í Kjör­garði var margt um mann­inn. Mar­grét Erla Maack og Ragn­heið­ur Maí­sól St­urlu­dótt­ir sáu um að pakka gjöf­um inn og Al­bert Ei­ríks­son mat­gæð­ing­ur hélt uppi jóla­stemn­ing­unni.

Ágæt­is veð­ur var í mið­borg­inni í gær, þar sem þessi sett­ust nið­ur með kakó og kaffi, á milli versl­un­ar­ferða.

Möndl­urist­ar­arn­ir í Banka­stræt­inu voru í jóla­skapi og sáu til þess að eng­inn þurfti að klára jóla­gjafainn­kaup­in á tóm­an maga.

Þess­ir jóla­svein­ar buðu gang­andi veg­far­end­um á Lauga­vegi gleði­leg jól.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.