Snjall­for­rit velta meiru en í fyrra

Fréttablaðið - - NEWS -

Nið­ur­hal á snjall­for­rit­um, eða öpp­um, fyr­ir snjallsíma jókst um tíu pró­sent á ár­inu mið­að við ár­ið í fyrra. Þá jókst velta appa um tutt­ugu pró­sent. Grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­ið App Annie tók töl­fræð­ina sam­an og tel­ur að bæði leik­ir og for­rit sem krefjast áskrift­ar séu helstu or­saka­vald­arn­ir.

Þau þrjú öpp, önn­ur en leik­ir, sem veltu mestu á heimsvísu á ár­inu eru Net­flix, Tind­er og Tencent Vi­deo. Það síð­ast­nefnda er einkum vin­sælt í Kína en fleiri kín­versk öpp má finna á list­an­um. Til að mynda Youku og iQIYI.

Sé lit­ið til leikja eru Fa­te/Grand Or­der, Honour of Kings og Mon­ster Strike í efstu þrem­ur sæt­un­um. Neð­ar má finna kunn­ug­lega titla á borð við Can­dy Crush Saga, Pokémon GO, Clash of Cl­ans og Clash Royale.

At­hygli vek­ur að Fortnite er ekki á list­an­um, en leik­ur­inn er þó í boði fyr­ir Android og iOS. Ástæð­an er sú að fyr­ir Androidsíma er leik­ur­inn ekki í app­versl­un Google, Play Store. Þess í stað er hann í sér­stakri app­versl­un út­gef- and­ans, Epic Ga­mes. Bú­ast má við því að fleiri fyr­ir­tæki feti í fót­spor Epic Ga­mes eða setji leiki sína í þá app­versl­un enda tek­ur fyr­ir­tæk­ið minni hluta af velt­unni til sín en Google. Tólf pró­sent sam­an­bor­ið við þrjá­tíu.

NORDICPHOTOS/GETTY

Þessi er reynd­ar ekki með kveikt á skján­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.