Aðr­ir sem voru nefnd­ir sem við­skipta­menn árs­ins

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN -

Jón Sig­urðs­son stjórn­ar­formað­ur Stoða „Sal­an á Refresco skil­aði gríð­ar­leg­um hagn­aði og einnig gegndi hann lyk­il­hlut­verki í sam­ein­ingu N1 og Fest­ar.“

Liv Berg­þórs­dótt­ir fyrr­ver­andi for­stjóri Nova „Byggði upp frá­bært fé­lag og geng­ur nú frá vel unnu dags­verki.“

Sig­urð­ur Kjart­an Hilm­ars­son stofn­andi Siggi’s skyr „Sig­urð­ur virð­ist hafa gert mjög vel í upp­bygg­ingu Siggi’s skyr yf­ir margra ára skeið og fjár­fest­ing hlut­hafa reynd­ist happa­drjúg.“

Ingi­björg Pálma­dótt­ir og Jón Ás­geir Jó­hann­es­son fjár­fest­ar „Eft­ir að hafa selt helstu eign­ir 365 miðla inn í Sýn seldu þau eign­ar­hlut sinn í fé­lag­inu og fjár­festu í Hög­um. Gengi hluta­bréfa Sýn­ar og Haga hef­ur frá þeim tíma þró­ast með gjör­ólík­um hætti.“

Kristján Lofts­son for­stjóri Hvals

„Frá­bær sala á HB Gr­anda, auk þess sem hann tryggði stöðu sína í Hval.“

Skúli Mo­gensen for­stjóri WOW air „Hef­ur hald­ið við­skipta­líf­inu í gísl­ingu í fleiri mán­uði. Hann geng­ur lengra en að standa á bjarg­brún­inni og von­ast eft­ir að það komi ekki vind­hviða og feyki hon­um fram af. Hann stend­ur á brún­inni og hall­ar sér fram og treyst­ir á að það haldi áfram að blása á móti.“

Pét­ur Már Hall­dórs­son fram­kvæmda­stjóri Nox Medical „Fyr­ir­tæk­ið er orð­ið leið­andi á heimsvísu í þró­un og fram­leiðslu á bún­aði til svefn­rann­sókna og er á með­al þeirra ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja í Evr­ópu sem hafa vax­ið hrað­ast á und­an­förn­um ár­um.“ Georg Lúð­víks­son for­stjóri Meniga „Fyr­ir­tæk­ið er að upp­skera ár­ang­ur eft­ir mark­visst upp­bygg­ing­ar­starf á síð­ustu ár­um.“ Hreggvið­ur Jóns­son stjórn­ar­formað­ur Ver­itas „Leiddi fjár­festa­hóp­inn sem kom að upp­bygg­ingu Fest­ar og söl­unn­ar til N1. Nær þre­fald­aði fjár­fest­ing­una á jafn­mörg­um ár­um.“ Hilm­ar Veig­ar Pét­urs­son for­stjóri CCP „End­ur­reisti CCP og seldi fyr­ir háa fjár­muni.“ Grím­ur Sæ­mundsen for­stjóri Bláa lóns­ins „Eng­inn hef­ur bet­ur unn­ið úr sínu kon­septi. Hef­ur náð að selja á háu verði mikla upp­lif­un og hald­ið sér­stöðu sinni og eft­ir­spurn.“ Ró­bert Wessman for­stjóri Al­vo­gen

„Hef­ur leitt syst­ur­fyr­ir­tæk­in Al­vo­gen og Al­votech til mik­ill­ar sókn­ar á krefj­andi mörk­uð­um og lað­að að nýja fjár­festa í spenn­andi áhættu­verk­efni.“

Bjarni Ár­manns­son stjórn­ar­formað­ur Ice­land Sea­food In­ternati­onal

„Bú­ið að ganga mjög vel eft­ir yf­ir­tök­una, sterk­ir bak­hjarl­ar og færa sig á að­all­ist­ann, orðn­ir stærri en mörg fyr­ir­tæk­in þar.“ Ingólf­ur Árna­son for­stjóri Skag­ans 3X „Upp­bygg­ing­ar­starf hans er al­ger­lega und­ir radarn­um hér heima.“

Sig­urð­ur Kjart­an Hilm­ars­son

Skúli Mo­gensen

Hreggvið­ur Jóns­son

Liv Berg­þórs­dótt­ir

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.