Góðær­ið fór að ganga til baka með haust­inu

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN -

Svava Johan­sen, for­stjóri NTC, seg­ir að ár­ið hafi ver­ið gott. Launa­kostn­að­ur sé hins veg­ar „far­inn upp úr öllu valdi“fyr­ir at­vinnu­rek­end­ur al­mennt og leig­an einnig.

Hvað gekk vel á ár­inu 2018?

„Ár­ið 2018 hef­ur ver­ið frek­ar gott hjá okk­ur. Sal­an gekk vel á ár­inu, við er­um með sölu­aukn­ingu á milli ára. Við bætt­um við okk­ur nýj­um spenn­andi vörumerkj­um. Höf­um und­an­far­in ár getað bætt við okk­ur enn vand­aðri og dýr­ari merkj­um þar sem krón­an hef­ur styrkst og kaup­mátt­ur auk­ist.

Ferða­menn­irn­ir eru að versla meira við okk­ur, sér­stak­lega í mið­bæn­um. Við finn­um þó reynd­ar aukn­ingu frá þeim í Kr­ingl­unni.“

Hvað gekk erf­ið­lega á ár­inu?

„Þetta góðæri hef­ur ver­ið að ganga til baka frá haust­inu með snöggv­eik­ingu krón­unn­ar og fund­um við fyr­ir því og er­um að tapa fram­legð síð­ustu mán­uði með geng­istapi. Ég er þó á því fyr­ir heild­ina að krón­an eigi ekki að verða of sterk en ör­lít­ið betri en hún er í dag. Erf­ið­ast í rekstr­in­um í dag er þó all­ur rekstr­ar­kostn­að­ur, sér­stak­lega leiga og launa­kostn­að­ur. Launa­kostn­að­ur er far­inn upp úr öllu valdi fyr­ir at­vinnu­rek­end­ur al­mennt og leig­an einnig.

Við rek­um 14 versl­an­ir sem eru til húsa í Kr­ingl­unni, Smáralind og í mið­bæn­um og þær eru mjög ólík­ar þannig að við get­um mjög fljótt séð heild­ar­mynd­ina hvað er að ger­ast á mark­aðn­um. Við rek­um bæði ung­linga­versl­an­ir og svo eldri miðl­ungs­verðs upp í dýr­ari versl­an­ir.

Erfitt er að reka versl­un í mið­bæn­um með borg­ar­yf­ir­völd í ham að loka versl­un­ar­göt­um í lang­an tíma. Skóla­vörðu­stíg­ur­inn er hallandi gata og yf­ir vetr­ar­tím­ann get­ur ver­ið ís á göt­um og gang­stétt­um og finnst mér að þá ætti borg­in alla­vega að vera sveigj­an­leg með að halda göt­unni op­inni ef veðr­ið er ekki þannig að fólk nenni út í það. Versl­an­ir hafa ver­ið að hörfa frá Lauga­vegi og það er alls ekki gott. Við er­um að færa versl­un­ina okk­ar GK Reykja­vik í byrj­un árs 2019 nið­ur á Hafn­ar­torg, nán­ar til­tek­ið við Tryggvagötu. Þar verða um 1.100 bíla­stæði neð­anjarð­ar á svæð­inu sem ég tel vera lyk­il­inn að því að Hafn­ar­torg­ið virki vel enda mun þetta verða skemmti­legt „concept“.“

Hvernig horf­ir ár­ið 2019 við þér í rekstr­in­um?

„Ef stjórn­völd halda rétt á spil­un­um og það um­hverfi verð­ur í lagi þá er ég bjart­sýn á að 2019 verði gott ár en við Ís­lend­ing­ar er­um svo­lít­ið á brún­inni núna svo það þarf að taka rétt­ar ákvarð­an­ir.“

Svava Johan­sen, for­stjóri NTC, seg­ir að erfitt sé að reka versl­un i mið­bæn­um með „borg­ar­yf­ir­völd i ham að loka versl­un­ar­göt­um í lang­an tíma“.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.