Spenn­andi vinn­ing­ur í boði!

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ HEILSA -

Ree­bok Fit­n­ess og ferða­skrif­stof­an KILROY bjóða við­skipta­vin­um Ree­bok Fit­n­ess upp á spenn­andi leik þar sem einn hepp­inn Ree­bok með­lim­ur mun vinna viku­ferð fyr­ir tvo í Fit­n­ess Boot Camp búð­irn­ar í Phuket á Taílandi. Katrín Ey­vinds­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Ree­bok Fit­n­ess, seg­ir þenn­an glæsi­lega vinn­ing ætl­að­an til að hvetja fólk af stað eft­ir há­tíð­arn­ar. „All­ir þeir sem eru komn­ir með áskrift að Ree­bok Fit­n­ess fyr­ir lok dags 8. fe­brú­ar og mæta vel í janú­ar eiga mögu­leika á að vinna þessa glæsi­legu ferð.

Full­kom­in sam­setn­ing

Fit­n­ess Boot Camp á eyj­unni Phuket í Taílandi er al­gjör snilld fyr­ir þá sem vilja halda áfram að efla heils­una og kanna heim­inn í leið­inni, seg­ir Katrín. „Þar skipt­ir ekki máli í hversu góðu formi þú ert því all­ir geta stund­að æf­ing­ar við sitt hæfi í búð­un­um. Ein­stak­ling­ar geta tek­ið þátt í hópa­tím­um og fund­ið sinn innri styrk í mögn­uðu um­hverfi. Á milli æf­ing­anna er svo hægt að nota tím­ann til að upp­lifa allt það besta sem Taí­land hef­ur upp á að bjóða, til dæm­is frá­bæra mat­ar­gerð, magn­að­ar strend­ur og stór­brot­ið lands­lag. Þetta er hin full­komna sam­setn­ing fyr­ir fólk sem vill halda áfram að bæta heils­una og njóta svo dá­sam­legr­ar hvíld­ar í fal­legu um­hverfi.“

Vinn­ing­ur­inn er viku­ferð fyr­ir tvo og er innifal­ið flug, far frá flug­vell­in­um, gist­ing, tvær mál­tíð­ir á dag sem eru sér­sniðn­ar að heil­su­mark­mið­um vinn­ings­hafa, aðgang­ur að öll­um þjálf­un­ar­bún­aði, þar á með­al heilsu­rækt á þrem­ur hæð­um, einka­þjálf­un­ar­tími, hóp­tím­ar, æf­ing­ar á strönd­inni og margt fleira. Fit­n­ess­búð­irn­ar eru stað­sett­ar í Phuket, ná­lægt Chalong, fjarri mikl­um ferða­manna­straumi og í kring­um þær er síð­an að finna fjöld­ann all­an af heilsu­veit­inga­stöð­um og bör­um, heilsu­búð­um og nudd­stof­um.

Fit­n­ess Boot Camp á eyj­unni Phuket í Taílandi er al­gjör snilld.

Milli æf­inga er hægt að njóta stór­brot­ins lands­lags Taí­lands.

Í boði eru fjöl­breytt­ir hópa­tím­ar í allt öðru um­hverfi en Ís­lend­ing­ar eru van­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.