Neyt­enda­stofa mun skoða hvort áfengi var aug­lýst í Kryddsíld­inni

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – jt

Tryggvi Ax­els­son, for­stjóri Neyt­enda­stofu, tel­ur að við fyrstu sýn sé upp­still­ing á drykkj­un­um Bola og Kristal, sem stóðu á borð­inu und­ir um­ræð­um for­ystu­manna stjórn­mála­flokk­anna á Al­þingi í Kryddsíld Stöðv­ar 2 á gaml­árs­dag sé svo­köll­uð inn­setn­ing.

Í Kryddsíld­inni var nokkr­um flösk­um af bjórn­um Bola og sóda­vatns­drykkn­um Kristal stillt upp á borð­inu svo greini­lega sást í vörumerk­in.

„Ég tók sjálf­ur eft­ir þessu en ég get ekki sagt hvort þetta sé brot á regl­um eða ekki án þess að hafa rætt við fram­leið­end­ur og feng­ið alla sög- una,“sagði Tryggvi við Fréttablaðið í gær. Mál­ið verði tek­ið til skoð­un­ar hjá Neyt­enda­stofu

Í Kryddsíld­inni var aldrei tek­ið fram að veit­ing­arn­ar væru í boði Öl­gerð­ar­inn­ar eða sagt að um aug­lýs­ingu væri að ræða. Hins veg­ar voru Öl­gerð­inni færð­ar þakk­ir í lok þátt­ar­ins, í svo­köll­uð­um kred­it-lista.

Sv­an­ur Val­geirs­son, aug­lýs­inga­stjóri Stöðv­ar 2, sagði al­veg ljóst að ekki væri ver­ið að rukka fyr­ir mark­aðs­setn­ingu á áfengi. „Við höf­um fund­að ít­rek­að með fjöl­miðla­nefnd eft­ir að hafa brennt okk­ur nokkr­um sinn­um á þess­um regl­um áð­ur og lög­in eru al­veg skýr,“sagði Sv­an­ur.

„Þessu er ekki stillt svona upp að okk­ar ósk, held­ur eru það þjón­arn­ir sem stilla þessu svona upp,“bætti Sv­an­ur við. Rekstarað­ili sal­ar­ins þar sem Kryddsíld­in var tek­in upp sé með samn­ing við Öl­gerð­ina.

Sp­urð­ur að því hvers vegna Öl­gerð­inni eru færð­ar þakk­ir í lok þátt­ar­ins kvaðst Sv­an­ur ekki vita það. „Þetta kom mér á óvart,“sagði aug­lýs­inga­stjór­inn. „Við er­um ekki að þakka fyr­ir þess­ar veit­ing­ar.“

Þór­ir Guð­munds­son, rit­stjóri frétta­stofu, sagði áfengi hafa ver­ið haft um hönd í Kryddsíld­inni að venju. „Hann er á borð­inu af því að menn eru að drekka,“sagði Þór­ir.

MYND/STÖÐ 2

Bjór frá Öl­gerð­inni var sýni­leg­ur í Kryddsíld­inni og fyr­ir­tæk­ið fékk þakk­ir í lok­in. Aug­lýs­inga­stjóri Stöðv­ar 2 seg­ir það hafa kom­ið sér á óvart.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.