Stefna á fjórða sig­ur­inn í röð

Fréttablaðið - - SPORT - Iþs

Sex leik­ir fara fram í ensku úr­vals­deild­inni í kvöld. Manchester United sæk­ir Newcastle United heim. Lið­ið hef­ur unn­ið alla þrjá leik­ina und­ir stjórn Ole Gunn­ars Solskjær. Sir Matt Bus­by er eini knatt­spyrn­u­stjór­inn í sögu United sem hef­ur stýrt lið­inu til sig­urs í fyrstu fjór­um deild­ar­leikj­um sín­um við stjórn­völ­inn en Solskjær get­ur jafn­að þann ár­ang­ur í kvöld.

Chel­sea, sem er í 4. sæti deild­ar­inn­ar, tek­ur á móti Sout­hampt­on sem er í harðri fall­bar­áttu. Jó­hann Berg Guð­munds­son og fé­lag­ar í Burnley, sem unnu síð­asta leik sinn, sækja botn­lið Hudders­field heim. Burnley er í fallsæti en get­ur kom­ist upp úr því ef úr­slit kvölds­ins verða hag­stæð.

Wol­ves, sem vann frá­bær­an sig­ur á Totten­ham í síð­ustu um­ferð, fær Crystal Palace í heim­sókn. Þá sæk­ir Bright­on West Ham heim og Bour­nemouth og Wat­ford eig­ast við. –

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.