Litla stúlk­an með eld­vörp­una

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Sverr­ir Björns­son hönn­uð­ur

Þá eru há­tíð­arn­ar að baki þá við keppt­umst við að Baggal­út­ast í nýju nátt­föt­un­um með kon­fekt og huggu­leg­heit og reynd­um af fremsta megni að njóta stund­ar­inn­ar, vera dá­lít­ið í nú­inu. Kon­unni minni finnst svo ynd­is­legt á jól­um og ára­mót­um að það eru all­ir að gera það sama. Er það ekki bara? Haf­ið þið heyrt ára­móta­sögu H.C. And­er­sen, Litla stúlk­an með eld­spýt­urn­ar?

Það er saga sem eng­inn gleym­ir sem heyrt hef­ur. Sag­an seg­ir í stuttu máli frá lít­illi fá­tækri stúlku sem ráf­ar um göt­urn­ar á gaml­árs­kvöld. Hún er að selja eld­spýtna­búnt en eng­inn hef­ur keypt neitt af henni svo hún þor­ir ekki heim, því þá mun pabbi henn­ar mis­þyrma henni. Og það er svo sem ekki mik­ið hlýrra heima en í snjó­byln­um á göt­unni. Ör­magna af kulda sest litla stúlk­an í skot við göt­una. Henni er svo kalt að hún freist­ast til að kveikja á einni eld­spýtu og svo enn einni og svo ann­arri. Í log­un­um sér hún í gegn­um vegg­ina inná fal­lega skreytt heim­ili efna­fólks þar sem borð­in svigna und­an gæsa­steik­um og öðru góð­gæti. Að lok­um kveik­ir hún í heilu eld­spýtna­búnti, þá birt­ist amma henn­ar af himn­um og sæk­ir hana. Um morg­un­inn sjá veg­far­end­ur litla stúlku í keng á skreyttu stræt­inu, hún er krókn­uð úr kulda. Þannig lýk­ur þess­ari níst­andi fal­legu sögu en ef ég man rétt var það síð­asta sem litla stúlk­an sagði: „I will be back.“

Kannski var það í ein­hverri ann­arri sögu en alla­vega nú 173 ár­um síð­ar er hún kom­in aft­ur. Og henni er ekki hlát­ur í huga. Hún er fox­ill, skilj­an­lega í ljósi sög­unn­ar. Hún er bú­in að fá nóg af fá­tækt, kúg­un og of­beldi. Hún er stein­hissa á að þrátt fyr­ir tækni­bylt­ing­ar og sam­fé­lags­fram­far­ir eru enn­þá þús­und­ir barna fá­tæk á Íslandi og fjöldi full­vinn­andi kvenna. Hún er hund­leið á að horfa inná heim­ili efna­fólks, hvort sem það er tertu­bakst­ur í Garða­bæn­um eða kampa­víns- og humar­veisl­ur úti á Seltjarn­ar­nesi. Enda­laus­ar skjá­mynd­ir af hlið­ar­veru­leika þess lífs sem hún lif­ir. Henn­ar veru­leiki er enn­þá strit og kyn­bund­ið of­beldi, í launaum­slög­um, orð­um og verk­um. Nú ætl­ar hún ekki að koðna nið­ur og deyja útí horni. Hún er mætt og berst fyr­ir sínu af miklu afli.

Þú þekk­ir hana. Þú hitt­ir hana á net­inu, sérð hana í frétt­un­um, hitt­ir hana á mót­mæl­um og mæt­ir henni á götu á hverj­um degi. Hún heit­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir. Hún heit­ir Stephanie Rósa Bos­ma. Hún heit­ir Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir. Hún heit­ir Lára Hanna Ein­ars­dótt­ir og ótelj­andi öðr­um nöfn­um bar­áttu­kvenna fyr­ir betra lífi. Af einni eld­spýtu er lít­ill logi en af þús­und­um verð­ur mik­ið bál.

Hún er stein­hissa á að þrátt fyr­ir tækni­bylt­ing­ar og sam­fé­lags­fram­far­ir eru enn­þá þús­und­ir barna fá­tæk á Íslandi og fjöldi full­vinn­andi kvenna.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.