Kjúk­ling­ur í rjómasósu

Fréttablaðið - - FÓLK -

Þægi­leg­ur rétt­ur þar sem allt er sett í einn pott. Kjúk­ling­ur í rjómasósu með kart­öfl­um og spínati. Kjúk­linga­bitarn­ir er steikt­ir á pönnu þar til þeir fá fal­leg­an lit og síð­an sett­ir í ofn með öllu hinu. Það verð­ur því minna upp­vask eft­ir mat­inn. Það má skipta kart­öfl­um út fyr­ir brún hrís­grjón. Það er hægt að sjóða hrís­grjón­in með en þá þarf ör­lít­ið meira vatn og gæta þarf að tím­an­um. Gott er að setja smá­veg­is hvít­vín út á pönn­una þeg­ar lauk­ur er steikt­ur. Þetta er þó val hvers og eins. Rétt­ur­inn mið­ast við 4-6.

Um það bil 1 kg kjúk­linga­læri 2 lauk­ar, grófskorn­ir

4 hvít­lauksrif, skor­in í þunn­ar sneið­ar

1 kg kart­öfl­ur, skorn­ar í bita

2 msk. sól­þurrk­að­ir tóm­at­ar í olíu, skorn­ir nið­ur

3 dl kjúk­lingakraft­ur

2 dl rjómi

20 g par­mes­an-ost­ur

100 g ferskt spínat

Ferskt timí­an

Salt, pip­ar, paprika, chilli-flög­ur og þurrk­að timí­an

Ol­ía til steik­ing­ar

Still­ið ofn­inn á 200°C. Krydd­ið kjúk­ling­inn með salti, pip­ar og papriku. Einnig má nota til­bú­ið

kjúk­lingakrydd. Brún­ið kjúk­ling­inn á stórri pönnu í olíu og legg­ið í ofn­fast fat þeg­ar hann hef­ur feng­ið fal­leg­an lit. Setj­ið í heit­an ofn og eld­ið þar til hann er full­steikt­ur. Setj­ið lauk og hvít­lauk á pönn­una og steik­ið. Næst eru kart­öfl­ur sett­ar út í ásamt þurrk­uðu timí­an, ½ tsk. chilli-flög­um og sól­þurrk­uð­um tómöt­um. Steik­ið allt í nokkr­ar mín­út­ur. Bæt­ið þá kjúk­linga­soði og rjóma við. Lát­ið malla í 10-15 mín.

Bæt­ið spínati út í og hrær­ið par­mes­an-ost­in­um sam­an við sós­una. Bragð­bæt­ið með salti og pip­ar. Ef kjúk­ling­ur­inn gef­ur frá sér soð þá bæt­ið því í sós­una. Legg­ið kjúk­ling­inn í sós­una og ber­ið fram. Skreyt­ið með fersku timí­an.

Ein­fald­ur kjúk­linga­rétt­ur í einni pönnu minnk­ar upp­vask­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.