Hef­ur eytt millj­ón­um í heils­una

Fréttablaðið - - +PLÚS -

Sölvi Tryggva­son seg­ir lík­amann hafa þann eig­in­leika að end­ur­nýja sig hratt. „Við er­um fær um að kom­ast yf­ir svo margt, læra svo margt. Og það er mik­il­vægt að missa ekki sjón­ar á þeim eig­in­leika í okk­ur. Á veg­ferð minni hef ég orð­ið vitni að ótrú­leg­um bata­sög­um hjá fólki sem hef­ur ákveð­ið að taka hlut­ina í eig­in hend­ur. Það er hægt að sigr­ast á ótrú­leg­ustu hindr­un­um,“seg­ir Sölvi. Hér að neð­an er birt brot úr þriðja kafla bók­ar hans, Á eig­in skinni.

ÉG HEF EIN­FALD­LEGA

ÞURFT AÐ LÆRA AÐ GERA

ALLS KON­AR HLUTI ALLT

ÖÐRU­VÍSI EN ÁЭUR. Á

LÖNGUM KÖFL­UM HEF ÉG

VER­IÐ PIRRAÐUR OG VOR-

3. kafli

Stóra mynd­in er sú sem fram hef­ur kom­ið hér að of­an. Ég hrundi illa haust­ið 2007 og hef síð­an þá far­ið í ferða­lag sem var miklu miklu lengra en mig ór­aði fyr­ir. Það er ekki stimpl­að á enn­ið á mér, en síð­an ég klessti af al­efli á grjót­harð­an streitu­vegg haust­ið 2007 hef ég semsagt ver­ið greind­ur með kvíðarösk­un, at­hygl­is­brest, fé­lags­fælni, kuln­un í starfi, sí­þreytu , fóta­ó­eirð, iðra­ólgu, álags­ast­ma, svima­sjúk­dóm, nýrna­hettu­vanda, alls kyns óþol fyr­ir hinum og þess­um hlut­um og sjálfsof­næmi. All­ar þess­ar grein­ing­ar köll­uðu á alls kon­ar lyf. Fyr­ir ut­an verkja­töfl­ur, maga­lyf og ann­að „hefð­bund­ið dót“úr apó­tek­um sem ég mok­aði í mig er hér listi yf­ir lyf sem ég hef tek­ið á veg­ferð­inni sem flokk­ast sem geð­lyf og hljóm­ar svo­lít­ið eins og texti Megas­ar í lag­inu Við sem heima sitj­um. Sum bruddi ég í stutt­an tíma, önn­ur leng­ur:

KENNT SJÁLF­UM MÉR.

Serol Stesolid Miron Sobril Efexor Flu­anxol Ezopram

Concerta Sertraline Strattera Rital­in Well­butr­in Flu­oxet­ine Seroqu­el

Ég gæti skrif­að miklu meira um þessa veg­ferð mína, en þessi bók er ekki hugs­uð sem sjúkra­saga, held­ur þvert á móti saga af því hvernig mað­ur get­ur sigr­ast á alls kon­ar hlut­um. En for­sög­una fannst mér ég þurfa að fjalla um af hrein­skilni og finnst hún nauð­syn­leg í sam­hengi við leið­ina til bata og það ferða­lag sem ég lagð­ist í.

Ég hef ein­fald­lega þurft að læra að gera alls kon­ar hluti allt öðru­vísi en áð­ur. Á löngum köfl­um hef ég ver­ið pirraður og vor­kennt sjálf­um mér. Ég gekk til geð­lækn­is í sex ár og sál­fræð­ings í fimm og hætti þeim með­ferð­um ekki fyrr en mér fannst ég bú­inn að röfla úr mér ræn­una þeg­ar kem­ur að öllu því sem hef­ur am­að að mér í gegn­um tíð­ina. Pe n i n g u r i n n sem ég hef eytt í heilsu skipt­ir millj­ón­um, en þeg­ar allt kem­ur til alls er þetta bú­ið að vera ferða­lag sem ég hefði aldrei vilj­að missa af. Það hef­ur skil­að mér á stað þar sem mér finnst ég miklu sterk­ari en áð­ur.

Við er­um öll alls kon­ar. All­ir þess­ir kvill­ar, grein­ing­ar og lyf eru góðra gjalda verð og geta hjálp­að fólki að átta sig á því hvað við er að eiga tíma­bund­ið og auð­vit­að verð­um við á köfl­um að hafa hlut­ina fast­mót­aða og vel skil­greinda. En þeg­ar kem­ur að heilsu get­ur það bein­lín­is ver­ið stór­hættu­legt að fest­ast í hug­tök­um og ákveða að mað­ur verði ein­hvern veg­inn æv­ina á enda. Eft­ir að hafa geng­ið hring­inn á milli allra helstu sér­fræðilækna og skil­greint mig á löngum tíma­bil­um út frá tíma­bundn­um ein­kenn­um, ákvað ég á ein­hverj­um punkti að það myndi ekki skila mér neinu. Lík­am­inn end­ur­nýj­ar sig mjög hratt og hug­ur­inn líka ef við leyf­um hon­um það. Höf­um það hug­fast að sum­ir hlut­ar lík­am­ans end­ur­nýj­ast á að­eins nokkr­um vik­um, aðr­ir á ein­hverj­um mán­uð­um og enn aðr­ir á nokkr­um ár­um. Lík­ami minn í dag þarf ekki að vera sá sami og eft­ir eitt ár eða tvö. Þess vegna er bein­lín­is rangt að festa sig í skil­grein­ing­um um hina og þessa kvilla eins og þeir vari að ei­lífu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.