Full­kom­inn tækni­bún­að­ur í fund­ar­söl­um á Hótel Örk

Eft­ir gagn­ger­ar breyt­ing­ar á Hótel Örk í Hvera­gerði er öll að­staða hin glæsi­leg­asta fyr­ir hvers kyns við­burði. Fund­ar- og veislu­sal­ir hót­els­ins eru bún­ir af­ar full­komnu fund­ar- og hljóð­kerfi. Veit­inga­stað­ur með frá­bærri ís­lenskri mat­ar­gerð. Öll að­staða á

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ RÁÐSTEFNUR OG VIÐBURÐIR -

HVER er frá­bær veit­inga­stað­ur fyr­ir alla fjöl­skyld­una sem var gerð­ur upp sam­hliða öðr­um end­ur­bót­um á hót­el­inu.

Gest­ir hafa tek­ið breyt­ing­un­um vel að sögn Jak­obs Arn­ar­son­ar, hót­el­stjóra á Hótel Örk. Hann seg­ir að eft­ir stækk­un séu 157 her­bergi á hót­el­inu. Núna bjóði Hótel Örk upp á stærsta funda- og ráð­stefnu­hót­el ut­an höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Í boði er fyrsta flokks þjón­usta fyr­ir fólk í við­skipta­er­ind­um, ráð­stefnu­gesti, árs­há­tíð­ar­gesti eða þá sem vilja eiga nota­lega stund í fal­legu um­hverfi.

Sjö mis­mun­andi stór­ir sal­ir eru á Hótel Örk sem henta flest­um gerð­um funda eða ráð­stefna. Stærsti sal­ur­inn, Að­al­gerði, get­ur tek­ið allt að 300 manns. Þetta er bjart­ur og fal­leg­ur sal­ur sem hægt er að nýta á marg­vís­leg­an hátt. Gott svið er fyr­ir ræðu­höld, leik­sýn­ing­ar eða aðra stærri við­burði, þráð­laust net, mynd­varpi, sýn­ing­ar­tjald, full­kom­ið hljóð­kerfi og ræðu­púlt.

Glæ­si­gerði er sömu­leið­is fal­leg­ur sal­ur fyr­ir 60-100 manns. Hann nýt­ist vel fyr­ir stór­ar sem smá­ar veisl­ur, fundi og fyr­ir­lestra. Boð­ið er upp á flat­skjá, tölvu­teng­ingu og þráð­laust net.

Stjörnu­gerði er vin­sæll sal­ur fyr­ir veisl­ur og minni mót­tök­ur en hann tek­ur um 40-120 gesti eft­ir því hvert til­efn­ið er. Aðr­ir sal­ir hót­els­ins nefn­ast Þing­gerði, Stjórn­ar­gerði, Ráða­gerði og Sátta­gerði. All­ir geta fund­ið hent­ug­an sal fyr­ir hvers kyns mann­fagn­aði. Sal­irn­ir eru glæsi­leg­ir og vel bún­ir.

Jakob seg­ir að marg­ir kjósi að dvelja á hót­el­inu yf­ir nótt. „Þá eru þeir með ráð­stefnu að deg­in­um en bjóða upp á há­tíð­ar­kvöld­verð og gist­ingu. Morg­un­inn eft­ir held­ur ráð­stefn­an síð­an áfram. Væri ekki nota­legt að slappa af og njóta þess sem Hótel Örk hef­ur upp á að bjóða? Af­slöpp­un og dek­ur.

Þetta hef­ur ver­ið vin­sælt hjá okk­ur,“seg­ir hann og bæt­ir við að að­staða sé öll hin besta fyr­ir þess kon­ar ráð­stefnu. „Við er­um stutt frá höf­uð­borg­inni og hér eru næg bíla­stæði fyr­ir stóra hópa. Ár­ið er þeg­ar þétt bók­að hjá okk­ur en stærri við­burð­ir eru skipu­lagð­ir með löngum fyr­ir­vara. Sér­staða okk­ar ligg­ur í góðri þjón­ustu og stóru og góðu hót­eli með ný­upp­gerð­um glæsi­leg­um söl­um. Hér fær fólk allt á ein­um stað til að gera góð­an fund,“seg­ir Jakob.

„Við vor­um til dæm­is með mjög vel heppn­að Samorku-þing hér í fyrra­sum­ar þar sem var sýn­ing að auki. Hér er stórt og gott úti­svæði sem var nýtt með því að setja upp tjöld,“seg­ir hann.

„Starfs­fólk Hótel Ark­ar er ávallt Fal­leg svíta á hót­el­inu þar sem fólk get­ur not­ið lífs­ins. Önn­ur svíta þar sem fal­legt um­hverf­ið er allt um kring. Her­berg­in eru bú­in öll­um nú­tíma­leg­um þæg­ind­um.

til­bú­ið til að að­stoða fyr­ir­tæki við að skipu­leggja hvers kon­ar ráð­stefn­ur eða við­burði. Sömu­leið­is að­stoð­ar starfs­fólk þá sem vilja halda árs­há­tíð, brúð­kaup, ferm­ingu eða aðr­ar veisl­ur í söl­um hót­els­ins. Öll her­bergi hót­els­ins Stærsti sal­ur­inn á Hótel Örk nefn­ist Að­al­gerði og get­ur tek­ið allt að 300 manns. eru bú­in bestu nú­tíma­leg­um þæg­ind­um.“

Þjón­usta hót­els­ins er fag­leg og lögð er áhersla á metn­að og góð­ar veit­ing­ar fyr­ir hvers kyns við­burði. HVER nefn­ist nýr veit­inga­stað­ur á Hótel Örk þar sem boð­ið er upp á alls kyns veislu­þjón­ustu, hvort sem um er að ræða hlað­borð eða mat af mat­seðli, à la carte. Einnig eru tvenns kon­ar hóp­mat­seðl­ar í boði. HVER er frá­bær veit­inga­stað­ur fyr­ir alla fjöl­skyld­una sem var gerð­ur upp sam­hliða öðr­um end­ur­bót­um á hót­el­inu. Frá­bær­ir mat­reiðslu­menn reiða fram ís­lenska mat­ar­gerð úr úr­vals hrá­efni.

Veit­inga­stað­ur­inn HVER er opn­að­ur kl. 11.30 og er op­inn til 22. Bar hót­els­ins er op­inn virka daga til 23 en eitt eft­ir mið­nætti um helg­ar.

Hægt er að kynna sér þjón­ust­una bet­ur á heima­síðu hót­els­ins hotel­ork.is eða í síma 483 4700. Hótel Örk er einnig á Face­book þar sem hægt er að kynna sér alls kyns við­burði sem þar fara fram.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.