Tíu heil­ræði fyr­ir ræðu­menn

All­ir geta lært að flytja góða ræðu. Bestu ræðu­menn­irn­ir flytja skýr skila­boð í ein­föld­um ræð­um sem fela í sér mark­viss­ar sög­ur sem sanna gildi henn­ar í upp­hafs­orð­um, miðju og endi ræð­unn­ar.

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ OG VIÐBURÐIR - Tal­aðu frá hjart­anu eða not­aðu minn­iskort frek­ar en að lesa Gleymdu flókn­um PowerPo­int­kynn­ing­um og enda­laus­um NORDIC PHOTOS/ GETTY

Æf­ing­in skap­ar meist­ar­ann Æfðu þig með því að tala upp­hátt og helst fyr­ir fram­an lít­inn áheyr­enda­hóp. Æf­ing­ar losa ræðu­menn við óþarfa hi­korð og þagn­ir.

Að vinna með sal­inn

Reyndu að eiga svo­lít­ið sam­tal við áheyr­end­ur áð­ur en ræð­an sjálf hefst. Með því hef­urðu tök á að ná augn­sam­bandi við vina­leg and­lit í hópn­um, losa um mögu­leg­an kvíða og létt and­rúms­loft­ið í saln­um. Ef þú horf­ir svo aft­ur á vina­lega mann­eskju í fyrsta fjórð­ungi sal­ar­ins, á með­an á ræðu þinni stend­ur, munu þeir sem sitja mann­eskj­unni á vinstri hönd halda að þú bein­ir orð­um þín­um að þeim. Það sama á við um næsta fjórð­ung og með því skynj­arðu ræðu þína sem sam­tal við fólk­ið í saln­um.

And­aðu ró­lega

Ef þú finn­ur fyr­ir sviðs­skrekk er gott ráð að draga and­ann djúpt og sjá sjálf­an sig fyr­ir sér halda vel heppn­aða ræðu. Það er eðli­legt að vera tauga­óstyrk­ur fyrstu mín­út­urn­ar en svo er mik­il­vægt að breyta mögu­legu óör­yggi í já­kvæða orku.

Ekki lesa ræð­una af blaði ræð­una beint af blaði. Ef þú skyndi­lega manst ekki hvað þú ætl­að­ir að segja get­urðu dreg­ið and­ann djúpt, kíkt laumu­lega á minn­iskort­ið og í fram­hald­inu vit­að upp á hár hvað þú ætl­að­ir að segja næst.

Not­aðu sög­una strax

Byrj­aðu fyrst á frá­sögn sem hríf­ur í stað þess að þakka kynn­in­um fyr­ir eða lýsa því yf­ir hversu ánægð­ur þú ert að vera á staðn­um. Ræð­an ætti að snú­ast um að­eins einn hlut og því ætti að vera auð­velt að koma sér strax að efn­inu án þess að gefa allt frá sér í upp­hafi leiks. Farðu beint í mark­vissa sögu sem teng­ist efn­inu og leyfðu áheyr­end­um að vita svo­lít­ið um hvað ræð­an verð­ur.

Bein í baki

Reyndu að halda fal­legri lík­ams­stöðu og bera höf­uð­ið hátt þeg­ar þú geng­ur á svið og stend­ur í pontu. Ímynd­aðu þér að höfð­inu sé hald­ið uppi líkt og á strengja­brúðu.

Hafðu ræð­una ein­falda „ Með auknu af­þrey­ing­ar­fram­boði á Vest­ur­landi eins og Into the Glacier í Lang­jökli, heitu pott­un­um í Krauma og hinum ýmsu hvata­ferð­um sem boð­ið er upp á á Snæ­fellsnesi hef­ur eft­ir­spurn eft­ir því að stoppa og skoða sig um á Vest­ur­landi auk­ist,“seg­ir Jó­el Hjálm­ars­son hót­el­stjóri. Gott er að mynda augn­sam­band við vina­leg and­lit í hópn­um áð­ur en form­legt ræðu­hald hefst. gögn­um. Fókuser­aðu frek­ar á eitt mál­efni og láttu það verða eins og sam­tal. Ræð­ur eru í raun gagns­lít­ið form sam­skipta og fólk man sjaldn­ast allt sem það heyr­ir. Því er best að hafa skila­boð­in ein­föld og skýr. Bestu ræð­urn­ar inni­halda ein mark­viss skila­boð og fá­ein­ar góð­ar sög­ur til að koma skila­boð­un­um enn bet­ur til skila.

Hafðu ræð­una stutta

Góð ræða ætti ekki að vera lengri en tíu mín­út­ur í flutn­ingi, en fimm til sjö mín­út­ur er til fyr­ir­mynd­ar. Ef mið­að er við sjö mín­út­ur ætti und­ir­bú­in og æfð ræða að vera held­ur styttri til að gera ráð fyr­ir málpás­um og við­brögð­um áheyr­enda.

Not­aðu af­slapp­aða lík­ams­tján­ingu

Ef þú kross­legg­ur hand­leggi eða ríg­held­ur í hend­ur þín­ar á maga skynja áheyr­end­ur tauga­óstyrk þinn og verða minna mót­tæki­leg­ir fyr­ir ræð­unni. Reyndu að láta sjást að þér líði vel og þú haf­ir gam­an af því að standa frammi fyr­ir áheyr­end­um. Um leið verða þeir opn­ari gagn­vart þér og því sem þú vilt koma á fram­færi. Ef þú ert spennt­ur fyr­ir mál­efn­inu verða áheyr­end­ur það líka.

Slak­aðu á

Þú get­ur aldrei orð­ið ann­ar en sá sem þú ert. Hins veg­ar get­urðu orð­ið besta út­gáf­an af sjálf­um þér. Þú þarft ekki að tala í belg og biðu eða með ákveðn­um stíl. Sýndu bara ástríðu, sann­fær­ingu og holl­ustu við mál­stað þinn og þá skipt­ir engu þótt þú kom­ir ræð­unni frá þér í ró­leg­heit­um, mjúk­lega eða hvernig sem stíll­inn þinn nú er.

Heim­ild: For­bes

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.