Reykja­nes­bær skák­ar Akur­eyri sem fjórða stærsta sveit­ar­fé­lag­ið

Fréttablaðið - - NEWS - [email protected]­bla­did.is

Akur­eyri hef­ur síð­ustu ára­tug­ina ver­ið fjórða stærsta sveit­ar­fé­lag lands­ins. Lík­legt er að það breyt­ist strax í þess­um mán­uði ef íbúa­þró­un í Reykja­nes­bæ helst óbreytt. Bæj­ar­stjóri Akur­eyr­ar seg­ir þetta sýna hversu mik­il­vægt sé að auka milli­landa­flug um fleiri flug­velli.

Ljóst er að Reykja­nes­bær mun að öll­um lík­ind­um verða fjórða fjöl­menn­asta sveit­ar­fé­lag lands­ins í lok mán­að­ar ef íbúa­þró­un lands­manna helst óbreytt. Þannig skák­ar Reykja­nes­bær Akur­eyri og fer fram úr hvað íbúa­fjölda varð­ar.

Þetta sýna nýj­ar töl­ur Þjóð­skrár um íbúa­fjölda í sveit­ar­fé­lög­um frá 1. janú­ar. Mik­il fjölg­un hef­ur ver­ið á Suð­ur­nesj­um á síð­ustu ár­um og því fyr­ir­séð að á ein­hverj­um tíma­punkti yrði Reykja­nes­bær fjórða fjöl­menn­asta sveit­ar­fé­lag­ið. Það sæti hef­ur Akur­eyri skip­að í ára­tugi.

„Í sjálfu sér er gott að Reykja­nes­bær sé að stækka en það skipt­ir ekki höf­uð­máli að við sé­um stærri en Akur­eyri,“seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri í Reykja­nes­bæ. „Í meg­in­drátt­um eru tvær ástæð­ur fyr­ir þess­ari fjölg­un; gríð­ar­lega mik­ill upp­vöxt­ur Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og þörf á vinnu­afli þar, sem og að hér var mik­ið fram­boð af lausu hús­næði sem fékkst á til þess að gera hag­stæðu verði.“

Akur­eyri hef­ur vax­ið hægt en

ör­ugg­lega síð­ustu ára­tugi á með­an sveit­ar­fé­lög í námunda við höf­uð­borg­ina hafa vax­ið mjög hratt und­an­far­in ár. Sama má segja um lít­il sveit­ar­fé­lög í ná­grenni við Akur­eyri sem njóta góðs af þeirri ná­lægð. Hörgár­sveit til að mynda stækk­ar um rúm sex pró­sent, hlut­falls­lega sama og Reykja­nes­bær. „Það er auð­vit­að keppikefli okk­ar Akur­eyr­inga að vera eitt af stærstu sveit­ar­fé­lög­um lands­ins. Eyja­fjarð­ar­svæð­ið er vaxt­ar­svæði og í heild sinni sterkt samfélag,“seg­ir Ást­hild­ur St­urlu­dótt­ir, bæj­ar­stjóri á Akur­eyri.

Ást­hild­ur seg­ir mik­il­vægt að styrkja inn­viði ferða­þjón­ustu vítt og breitt um land­ið og auka milli­landa­flug um Akur­eyr­ar­völl. „Vöxt­ur Reykja­nes­bæj­ar hef­ur að stærst­um hluta ver­ið vegna um­svifa á Kefla­vík­ur­flug­velli og auk­ins straums ferða­manna til lands­ins,“seg­ir Ást­hild­ur. „Það sýn­ir að gátt inn í land­ið get­ur ver­ið vel heppn­uð byggða­að- gerð. Því skipt­ir miklu máli að fjölga gátt­um inn í land­ið til að styðja við at­vinnu­líf um allt land og nýta þá inn­viði sem fyr­ir eru með til­tölu­lega litl­um kostn­aði fyr­ir rík­ið.“

Kjart­an Már seg­ir ekk­ert benda til ann­ars en að vöxt­ur­inn haldi áfram í Reykja­nes­bæ og að til bæj­ar­ins komi ein­stak­ling­ar hvaðanæva úr heim­in­um til að starfa við ferða­þjón­ustu. „Fjölg­un­in er að mest­um hluta út­lend­ing­ar sem koma hing­að til að vinna á Kefla­vík­ur­flug­velli,“seg­ir Kjart­an Már. „Það er ekk­ert sem bend­ir til ann­ars en að þetta haldi áfram nema stór­kost­legt bak­slag verði í starf­semi vall­ar­ins eða flug­fé­lag­anna sem fara um völl­inn.“

FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

Bítla­bær­inn hef­ur stækk­að gíf­ur­lega síð­ustu ár. Áfram­hald­andi íbúa­fjölg­un er í kort­un­um seg­ir bæj­ar­stjóri.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.