Hinseg­in kór­inn er op­inn fyr­ir alla með op­inn huga

Helga Mar­grét Marzellíus­ar­dótt­ir, kór­stjóri Hinseg­in kórs­ins, seg­ir að all­ir séu vel­komn­ir í hóp­inn en í kvöld fara fram raddpruf­ur. Mik­il­væg­ast sé að fólk sé op­ið fyr­ir mann­líf­inu

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT - MYND/NEIL SMITH FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI sig­hvat­[email protected]­bla­did.is

Við mis­mun­um ekki á grund­velli kyn­hneigð­ar og tök­um á móti öll­um í kór­inn óháð kyn­hneigð og kyn­vit­und. Það sem skipt­ir mestu máli er að fólk sé til í að syngja alls kon­ar tónlist, allt frá klass­ík upp í arg­asta rokk. Við vilj­um fá fólk með op­inn huga, bæði fyr­ir mann­líf­inu og fyr­ir söng og tónlist,“seg­ir Helga Mar­grét Marzellíus­ar­dótt­ir, kór­stjóri Hinseg­in kórs­ins.

Raddpruf­ur fyr­ir kór­inn fara fram kl. 19.30 í kvöld í hús­næði List­d­ans­skóla Ís­lands að Engja­teigi 1. Kór­inn var stofn­að­ur 2011 og hef­ur Helga Mar­grét ver­ið kór­stjóri nán­ast frá upp­hafi.

„Við ger­um stund­um grín að þessu en þeg­ar ég kom inn voru þau bú­in að vera stjórn­laus því þau voru ekki bú­in að ráða sér kór­stjóra. Ég kom inn nokkr­um mán­uð­um eft­ir stofn­un.“

Í dag eru með­lim­irn­ir rúm­lega 60 tals­ins og seg­ir Helga Mar­grét að hóp­ur­inn hafi stækk­að jafnt og vel. „Það var góð­ur grunn­hóp­ur í kórn­um til að byrja með en með­lim­ir voru bara tólf. Það er bú­ið að vera hröð en góð breyt­ing á því hvers kon­ar hóp­ur þetta er en með aukn­um fjölda breyt­ist mik­ið og þetta er orð­ið stærra batte­rí.“

Helga Mar­grét seg­ir hóp­inn mjög góð­an og það sé þannig með kóra yf­ir höf­uð að þeg­ar fólk sem hafi gam­an af

ÞETTA GERЭIST 7. JANÚ­AR 1979 Hinseg­in kór­inn kom fram á Hinseg­in dög­um síð­asta sum­ar.

því að syngja komi sam­an mynd­ist góð dína­mík. „Mér hef­ur þótt gam­an að fylgj­ast með og lesa mér til um menn­ingu hinseg­in kóra um all­an heim. Hún er mjög stór og mjög ein­kenn­andi að því leyti að það virð­ist nást ein­hver dýpri teng­ing. Það gæti ver­ið vegna þess að fólk hef­ur í mikl­um mæli þurft að fara í svo­litla sjálfs­skoð­un eða ekki geng­ið að öllu gefnu eða alltaf bein­ustu leið­ina í líf­inu.“

Þau reyni að vinna með það og þá menn­ingu sem felst í því að vera í hinseg­in kór og breiða út þau skila­boð að all­ir séu gjald­geng­ir og að all­ir séu góð­ir

og fal­leg­ir. „Við reyn­um að koma því til skila bæði í söng og tali þeg­ar við kom­um fram.“

Síð­asta önn hjá kórn­um var að­eins öðru­vísi þar sem Helga Mar­grét eign­að­ist barn á miðri önn­inni. „Við fór­um ör­lít­ið hæg­ar í hana en það verð­ur eng­inn af­slátt­ur gef­inn í vor. Við stefn­um á að fara í kór­ferð til Ísa­fjarð­ar þannig að kór­inn heim­sæk­ir loks­ins minn heima­bæ. Við höf­um ver­ið að fara mik­ið út fyr­ir land­stein­ana en vilj­um líka passa það að sinna okk­ar eig­in landi. Það er mjög gam­an að syngja hérna heima.“

Af­ar öfl­ugt fé­lags­líf er í kórn­um en með­al ann­ars er starf­rækt sund­nefnd, spila­fé­lag, göngu­hóp­ur og ukulele-sveit.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.