Hvað? Hvenær? Hvar? Mánu­dag­ur

Fréttablaðið - - VEÐUR, MYNDASÖGUR & ÞRAUTIR - [email protected]­bla­did.is fólk­ið Ás­mund­ur Sveins­son: List fyr­ir FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

7. JANÚ­AR Tónlist

Hvað? Raddpruf­ur Hinseg­in kórs­ins Hvenær? 19.30

Hvar? List­d­ans­skóli Ís­lands, Engja­teigi Hef­ur þú alltaf vilj­að syngja í kór eða sakn­ar þess að syngja í góð­um fé­lags­skap? Nokk­ur pláss eru laus fyr­ir sam­visku­sama söngv­ara og verða pruf­ur haldn­ar þann 7. janú­ar. Haf­ir þú áhuga á að slást í hóp­inn má senda línu á Helgu Mar­gréti kór­stjóra á kor­[email protected] hinseg­in­kor­inn.is eða á Face­book. Gott væri að vita hvort reynsla sé af söng eða hljóð­færa­leik (ekki krafa) og af hverju Hinseg­in kór­inn heill­ar.

Við­burð­ir

Hvað? Fyr­ir­lest­ur um hreyf­ingu á með­göngu og eft­ir fæð­ingu Hvenær? 20.00

Hvar? Móð­ur­mátt­ur, Hlíð­arsmára Fyr­ir­lest­ur fyr­ir þung­að­ar kon­ur og nýbak­að­ar mæð­ur um hreyf­ingu á með­göngu og eft­ir barns­burð. Hvaða breyt­ing­ar verða á lík­am­an­um og við hverju má bú­ast eft­ir fæð­ingu. Far­ið verð­ur yf­ir hvernig best er að koma sér aft­ur af stað í hreyf­ingu. Fyr­ir­les­ar­ar eru sjúkra­þjálf­ar­ar á sviði kvenna­heilsu með áherslu á grind­ar­botns­sjúkra­þjálf­un og sjúkra­þjálf­un við mjaðma­grind­ar­verkj­um.

Sýn­ing­ar

Hvað? Barna­saga/Saga af rót (end­ur­lit) Hvenær? 12.00

Hvar? Lista­sal­ur Mos­fells­bæj­ar

Það er erfitt að mæla Björgu hillupláss í stefnu­úr­vali mynd­list­ar­heims­ins. Hér dug­ir eng­in ætt­færsla, til þess er höf­und­ur­inn of sér­sinna, þó að hann standi föst­um fót­um í hringið­unni miðri, dorg­andi jafnt úr fag­ur­bók­mennt­um, tónlist, vís­ind­um og sjón­ræn­um list­um. Tilraun­ir henn­ar minna kannski helst á tilraun­ir sumra tón­list­ar­manna þeg­ar þeir fara inn í tón­inn og bjaga fram á bjarg­brún, til þess að finna mörk­un á milli þess að vera tónn eða bara hljóð.

Hvað? Sagatid - Nutid

Hvenær? 11.00

Hvar? Ver­öld – húsi Vig­dís­ar Ís­lend­inga­sög­urn­ar komu út ár­ið 2014 í nýrri danskri þýð­ingu, með myndskreyt­ing­um mynd­list­ar­kon­unn­ar Kar­in Birgitte Lund. Sýn­ing á verk­um henn­ar fyr­ir út­gáf­una er nú hald­in í til­efni af 100 ára af­mæli full­veld­is Ís­lands.Teikn­ing­arn­ar byggja á myndskreyt­ing­um og fag­ur­fræði vík­inga­tím­ans og mið­alda, og Kar­in sæk­ir inn­blást­ur í nor­ræna mynd­list þess tíma­bils. Verk­in eru með­al ann­ars und­ir áhrif­um af ís­lensk­um mið­alda­hand­rit­um, vegg­mynd­um í dönsk­um kirkj­um, högg­mynd­um á Gotlandi og norsk­um staf­kirkj­um. Á sýn­ing­unni eru einnig nokkr­ar glæ­nýj­ar teikn­ing­ar sem inn­blásn­ar eru af Ís­lend­inga­sög­un­um.

Hvað? Model­stúd­í­ur – Mokka Hvenær? 12.00

Hvar? Mokka kaffi, Skóla­vörðu­stíg

18 model­stúd­í­ur unn­ar með akríl­lit­um á papp­ír. Mynd­irn­ar eru flest­ar frá síð­ustu ár­um síð­ustu ald­ar, unn­ar á expressióniskan máta, hratt með sterk­um lit­um. Sýn­ing­in er sölu­sýn­ing og mynd­irn­ar eru all­ar til sölu og kosta 30.000 kr. inn­ramm­að­ar í 50x50 cm ramma. Sýn­ing­in stend­ur fram í miðj­an janú­ar.

Hvað? Hvenær? 13.00

Hvar? Ás­mund­arsafn Yfir­lits­sýn­ing á verk­um Ás­mund­ar Sveins­son­ar mynd­höggv­ara. Á sýn­ing­unni er sjón­um beint að öll­um ferli lista­manns­ins allt frá tréskurð­ar­námi hjá Ríkarði Jóns­syni og til síð­ustu ára lista­manns­ins. Sýnd eru verk unn­in í ým­is efni þar á með­al verk höggv­in úr tré, stein­steypu og bronsi. Á sýn­ing­unni eru jafn­framt frum­mynd­ir þekktra verka sem stækk­uð hafa ver­ið og sett upp víða um land. Hvað? Har­ald­ur Jóns­son: Róf Hvenær? 10.00

Hvar? Kjar­vals­stað­ir

Yfir­lits­sýn­ing á verk­um Har­ald­ar Jóns­son­ar, Róf, dreg­ur fram sér­stöðu lista­manns­ins í ís­lensku list­a­lífi. Fer­ill hans er fjöl­breytt­ur og miðl­arn­ir ólík­ir en rauði þráð­ur­inn er til­raun til þess að eima til­ver­una. Í þrjá ára­tugi hef­ur Har­ald­ur skoð­að hvernig við grein­um um­hverfi okk­ar, vinn­um úr upp­lif­un, tjá­um okk­ur og eig­um í sam­skipt­um hvert við ann­að. Hver eru tengsl manns og rým­is, vit­und­ar og um­hverf­is?

Hvað? Jó­hann­es S. Kjar­val: ...líf­gjafi stórra vona

Hvenær? 10.00

Hvar? Kjar­vals­stöð­um

Jó­hann­es Sveins­son Kjar­val (18851972) er einn ást­sæl­asti lista­mað­ur þjóð­ar­inn­ar og arf­leifð hans lif­ir í fjöl­breyttu lífs­verki sem nær yf­ir fjölda mál­verka af nátt­úru lands­ins, kynja­ver­um sem þar leyn­ast og fólk­inu í land­inu. Þannig má skipta mynd­efni Kjar­vals gróf­lega í þrjá hluta; lands­lags­mynd­ir, fant­así­ur og manna­mynd­ir. Þó skar­ast þetta oft þannig að í sömu mynd­inni get­ur ver­ið að finna all­ar mynd­gerð­irn­ar.

Hvað? FJÁRSJÓÐUR ÞJÓЭAR - VALIN VERK ÚR SAFNEIGN

Hvenær? 1 0.00

Hvar? Lista­safni Ís­lands

Í fór­um Lista­safns Ís­lands eru á tólfta þús­und verka af ýms­um gerð­um, frá ýms­um lönd­um og ýms­um tím­um. Á sýn­ing­unni Fjársjóður þjóð­ar er dágott úr­val verka úr þess­ari safneign, sem gef­ur yf­ir­lit yf­ir þró­un mynd­list­ar á Íslandi frá önd­verðri nítj­ándu öld til okk­ar daga. Sýn­ing­in dreg­ur fram, með að­stoð um átta­tíu lista­verka, fjöl­breytni þeirra miðla og stíl­brigða sem ein­kenna þessa stuttu en við­burða­ríku sögu. Fyrstu ára­tug­ina byggð­ist safneign Lista­safns Ís­lands ein­vörð­ungu upp á gjöf­um, mál­verk­um eft­ir höfð­ing­lega er­lenda lista­menn, einkum danska og nor­ræna, en upp úr þar­síð­ustu alda­mót­um urðu lista­verk eft­ir Ís­lend­inga æ meira áber­andi. Núna er að­eins um tí­undi hluti lista­verka­eign­ar safns­ins er­lend­ur þó svo að enn séu ögn fleiri er­lend­ir en ís­lensk­ir lista­menn höf­und­ar verka í Lista­safni Ís­lands.

List­in er mál­ið þenn­an mánu­dag. Lista­safn Ís­lands er til að mynda gott safn til að eyða deg­in­um á.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.