Skóla­sam­loka með kjúk­lingi og buffaló sósu

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ SKÓLAR OG NÁMSKEIÐ -

Fyr­ir 3-4

8 bei­kon sneið­ar

¾ bolli buffaló sósa (önn­ur sterk sósa dug­ar)

¼ bolli rjóma­ost­ur, við stofu­hita

¼ bolli rif­inn chedd­ar ost­ur (ann­ars brauð­ost­ur)

1 ½ bolli rif­inn steikt­ur kjúk­ling­ur

Hálf­ur sell­e­rí­stöng­ull, skor­inn smátt

¼ bolli vor­lauk­ur, skor­inn smátt Salt og pip­ar

8 sneið­ar súr­deigs­brauð (eða ann­að gott brauð)

4 þunn­ar sneið­ar af chedd­ar osti (ann­ars brauð­ost­ur) Smjör til steik­ing­ar

Steik­ið bei­kon og setj­ið á eld­hús­þurrku til að taka mestu fit­una af. Hit­ið buffalósós­una í ör­bylgju­ofni í 30 sek. Bland­ið sam­an í skál heitu sós­unni, rjóma­ost­in­um og chedd­ar ost­in­um. Hrær­ið þar til allt hef­ur bland­ast vel sam­an. Bæt­ið næst við kjúk­lingi, sell­e­ríi og vor­lauk. Smakk­ið til með salti og pip­ar. Legg­ið brauð­sneið á disk. Smyrj­ið vel af kjúk­linga­blönd­unni yf­ir, setj­ið næst tvær beikon­sneið­ar og sneið af chedd­ar osti. Lok­ið með brauð­sneið.

Hit­ið smjör á pönnu við með­al­hita og steik­ið sam­lok­una á hvorri hlið í 2-3 mín. eða þar til brauð­sneið­ar eru gull­in­brún­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.