Dug­legri skóla­börn fyr­ir 25 ár­um

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ SKÓLAR OG NÁMSKEIÐ -

Harriet Bjerr­um Niel­sen er pró­fess­or á eft­ir­laun­um. Harriet er fædd í Dan­mörku en hef­ur starf­að sem pró­fess­or við Ósló­ar­há­skóla. Hún er kynja­fræð­ing­ur og fræði­mað­ur og hef­ur ver­ið gagn­rýn­in á skólastarf í Nor­egi. Frá ár­inu 1970 hef­ur hún far­ið á milli skóla og fylgst með börn­um í skóla­stof­unni. Hún sit­ur aft­ast og læt­ur lít­ið fyr­ir sér fara. Harriet hef­ur gef­ið út tvær bæk­ur í Nor­egi um lífið í skóla­stof­unni, það eru Skoletid ár­ið 2009 og Forskj­ell­er í klassen ár­ið 2014.

Þótt hún sé kom­in á eft­ir­laun fylg­ist hún enn með skóla­börn­um. Hún vill halda áfram með verk­efni sem hún byrj­aði á fyr­ir 25 ár­um og er ekki enn full­klár­að. Hún fylgd­ist með nem­end­um sem voru að hefja skóla­göngu fyr­ir ald­ar­fjórð­ungi og heim­sótti sama bekk­inn all­an grunn­skól­ann. Einnig tók hún við­töl við ung­ling­ana þeg­ar þeir út­skrif­uð­ust úr grunn­skól­an­um.

Núna lang­ar hana að sjá hvort breyt­ing hafi orð­ið frá því hún fylgd­ist fyrst með börn­um ár­ið 1970. Ár­ið 2016 setti hún í gang nýja rann­sókn á fyrstu bekk­ing­um. Strax á fyrstu dög­un­um sá hún að mik­il breyt­ing, mið­að við fyrri tíð, hafði átt sér stað með­al sex ára nem­enda. Það kom henni mjög á óvart. „Fyrst og fremst var ég undr­andi á því hversu mik­inn aga þurfti til að ná ár­angri í námi,“seg­ir hún í sam­tali við norska vef­inn forskn­ing.no.

Það kom Harriet jafn­framt á óvart hversu mörg sex ára börn kunnu ekki að reima skóna sína eða klæða sig sjálf. Einnig var erfitt fyr­ir suma að finna nest­is­box­ið, ydda blý­anta eða að sitja kyrr í tím­um. Kenn­ar­ar þurftu að eyða þó nokkr­um tíma í að hjálpa nem­end­um með ein­föld at­riði. Á sama tíma hef­ur kenn­ara­hlut­verk­ið breyst. Norsk­ur kenn­ari þarf að fara eft­ir þeirri náms­skrá að öll börn í fyrsta bekk séu orð­in læs um jól­in, jafn­vel þó að flest­ir viti að það er ómögu­legt. Fyr­ir 25 ár­um höfðu kenn­ar­ar mun meiri sveigj­an­leika. Þá áttu börn­in að læra að lesa all­an vet­ur­inn í fyrsta bekk. Kenn­ar­inn mátti stýra starfi sínu eft­ir því sem hent­aði bekkn­um best. Einnig hafði kenn­ar­inn meira svig­rúm til að færa kennslu­stof­una út í nátt­úr­una og kenna börn­un­um hvar þar leyn­ist.

Hvort slík breyt­ing hafi orð­ið í ís­lensk­um skóla­bekkj­um er ómögu­legt að segja en kenn­ar­ar með langa reynslu gætu ör­ugg­lega ver­ið sam­mála ein­hverju af því sem Harriet seg­ir og held­ur fram.

Pró­fess­or í Nor­egi seg­ir að mun meiri aga og að­stoð þurfi á börn í sex ára bekk í dag en var fyr­ir 25 ár­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.