Erki­bisk­up­inn í Lyon svar­ar til saka fyr­ir meinta yf­ir­hylm­ingu

Phil­ippe Bar­bar­in, erki­bisk­up í Lyon, er ákærð­ur fyr­ir að hafa hylmt yf­ir með stór­felld­um kyn­ferð­is­brot­um prests­ins Bern­ards Preynat á ní­unda og tí­unda ára­tugn­um. Á yf­ir höfði sér allt að þriggja ára fang­elsi. Bar­bar­in spennti greip­ar í dómsal í Lyon í gæ

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - FRÉTTA­BLAЭIÐ/EPA FRÉTTA­BLAЭIÐ/AFP mika­[email protected]­bla­did.is

Rétt­ar­höld yf­ir franska kar­dinál­an­um Phil­ippe Bar­bar­in, erki­bisk­upi í Lyon, hóf­ust í Frakklandi í gær. Bar­bar­in á yf­ir höfði sér fang­elsi verði hann fund­inn sek­ur um að hafa hjálp­að til við að hylma yf­ir með kyn­ferð­is­brot­um kaþólsks prests gegn ung­um skát­um.

Bar­bar­in er hæst sett­ur þeirra fimm kirkj­unn­ar manna sem ákærð­ir eru fyr­ir yf­ir­hylm­ingu vegna brota sem Bern­ard Preynat á að hafa fram­ið á ní­unda og tí­unda ára­tug síð­ustu ald­ar í Lyon. Ásak­an­ir á hend­ur Preynat komu fyrst fram ár­ið 2015 þeg­ar fyrr­ver­andi skáti steig fram og sak­aði hann um kyn­ferð­is­lega mis­notk­un þeg­ar hann var barn.

Sam­tök þo­lenda, La Parole Li­bérée, sem hafa bar­ist öt­ul­lega fyr­ir því að upp­lýsa um kyn­ferð­is­brot inn­an kaþólsku kirkj­unn­ar, segja að alls hafi 85 manns nú stig­ið fram og sak­aði Preynat um kyn­ferð­is­brot. Stofn­andi sam­tak­anna er Fr­anço­is Devaux, mað­ur­inn sem fyrst­ur steig fram og sak­aði Preynat um mis­notk­un.

Bar­bar­in er sagð­ur hafa huns­að brot Preynats og gef­ið að sök að hafa reynt að hylma yf­ir þau. Hann er 68 ára gam­all en á yf­ir höfði sér allt að þriggja ára fang­elsis­vist verði hann fund­inn sek­ur. Hann neit­ar öll­um sak­argift­um.

Eft­ir að skátask­andall­inn skók Lyon ár­ið 2015 tók við lög­reglu­rann­sókn í hálft ár auk þess sem Bar­bar­in var yf­ir­heyrð­ur. Svo fór að mál­ið var lát­ið nið­ur falla á þeim for­send­um að það væri ým­ist fyrnt eða erfitt yrði að sanna hin meintu brot.

En sam­tök­in La Parole Li­bérée börð­ust fyr­ir því að mál­ið yrði opn­að á ný og að Bar­bar­in og fleiri hátt­sett­ir inn­an kaþólsku kirkj­unn­ar í Frakklandi yrðu látn­ir svara til saka fyr­ir dómi.

Preynat sjálf­ur hef­ur við­ur­kennt að hafa mis­not­að unga drengi í störf­um sín­um inn­an kirkj­unn­ar og í skát­a­starfi. Rétt­ar­höld­in yf­ir hon­um verða síð­ar á þessu ári. Þá er einnig vænt­an­lega bíó­mynd byggð á sögu Devaux, Grâce à Dieu eða Guði sé lof, síð­ar á þessu ári.

Phil­ippe Bar­ar­in spennti greip­ar í dómsal í Lyon í gær. Sak­að­ur um að hylma yf­ir með barn­aníð­ingi.

Fr­anço­is Devaux steig fram og af­hjúp­aði Preynat.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.