Frá degi til dags

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Thor­ar­[email protected]­bla­did.is

Skugga-Vigga skund­ar hjá

Þótt gras­ið hafi ver­ið reykt í ára­móta­s­kaup­inu er Dag­ur B. Eg­gerts­son ekki kom­inn í ör­uggt skjól frá fok­dýr­um bragga­brand­ar­an­um og Vig­dís Hauks­dótt­ir boð­ar fjör­ug­an fimmtu­dag í borg­ar­ráði: „Heyrði ég rétt – Dag­ur ætl­ar ekki að víkja úr nefnd­inni sem á að skoða hann sjálf­an og betr­um­bæta hans eig­in vinnu­brögð,“skrif­aði Vig­dís á Face­book í gær og bætti við að borg­ar­stjóri geri „sér eng­an veg­inn grein fyr­ir al­var­leika máls­ins!!!“Og stríðs­hansk­an­um var svo kast­að eina ferð­ina enn: „Bragga­mál­ið verð­ur á dag­skrá borg­ar­ráðs á fimmu­dag­inn – það verð­ur fjör.“

Djók­að úti í móa

Tvær að­send­ar grein­ar í Morg­un­blað­inu á laug­ar­dag­inn stað­festa að skop­skyn rit­stjór­ans er nokk­uð óbrjál­að þótt hon­um hafi ekki fund­ist skaup­ið fynd­ið. Hall­ur Halls­son fór með him­inskaut­um í vörn fyr­ir vest­ræna sið­menn­ingu þeg­ar hann tefldi fram þeim djúp­vitra leið­toga Don­ald Trump gegn Geor­ge Soros og glóbal­ista­hyski hans. Skaup­gagn­rýni hér­aðs­dóm­ar­ans Arn­ars Þórs Jóns­son­ar var síð­an enn fyndn­ari, ekki síst sú nið­ur­staða hans að eng­inn mun­ur sé á frétt­um og gríni hjá RÚV þannig að höf­und­ar skaups­ins ættu helst að djóka í sam­ræmi við siða­regl­ur blaða­manna. Góð­ur brand­ari sem þó er að­eins hægt að hlæja einu sinni að.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.