RAV4 og Lex­us ES frum­sýnd­ir í Kaup­túni

Fréttablaðið - - BÍLAR -

Það var margt um mann­inn og góð stemn­ing hjá Toyota og Lex­us í Kaup­tún­inu á laug­ar­dag­inn þeg­ar nýju ári var fagn­að með stór­sýn­ingu og tveim­ur splunku­nýj­um bíl­um. Lex­us kynnti nýj­an Lex­us ES 300h sem nú kem­ur í fyrsta sinn á mark­að í Evr­ópu. Þetta er stór og glæsi­leg­ur fólks­bíll af betri gerð­inni þar sem ein­stak­lega vel fer bæði um öku­mann og far­þega. Hjá Toyota var Evr­ópu­frum­sýn­ing á nýrri kyn­slóð RAV4 sem vak­ið hef­ur mikla at­hygli fyr­ir sport­legt út­lit og ríku­leg­an bún­að.

Toyota RAV4 kom fyrst á mark­að 1994 og með hon­um kom ný gerð af bíl fram á sjón­ar­svið­ið, bíll sem sam­ein­ar kosti fólks­bíla og jeppa. Síð­an þá hafa nán­ast all­ir bíla­fram­leið­end­ur kynnt svip­aða bíla og er þetta ein vin­sæl­asta út­færsla bíla í dag. Nú kem­ur fram ný kyn­slóð frum­kvöð­uls­ins, nýr RAV4 frá grunni. Út­lit bíls­ins hef­ur vak­ið mikla at­hygli og er hann gjör­breytt­ur að sjá og skart­ar öfl­ugri og fág­aðri sportjeppa­hönn­un.

RAV4 verð­ur fá­an­leg­ur í bæði bens­ín- og Hybrid-út­færsl­um. Ný bens­ín­vél skil­ar 173 hest­öfl­um og ný 2,5 l Hybrid drifrás skil­ar 222 hest­öfl­um og hröð­un frá 0-100 km á 8,1 sek­úndu. Toyota Sa­fety Sen­se ör­yggis­kerf­ið er stað­al­bún­að­ur í RAV4 en það hjálp­ar við að skynja önn­ur öku­tæki, hjól­reiða­fólk og gang­andi veg­far­end­ur í um­hverf­inu.

Ný kyn­slóð Toyota RAV4 var sýnd um liðna helgi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.