Hyundai leið­andi í ör­ygg­is­mál­um í bíla­iðn­aði

Fréttablaðið - - BÍLAR -

Banda­ríska um­ferðarör­ygg­is­stofn­un­in IIHS til­kynnti í vik­unni að bif­reið­ar suð­urkór­eska bíla­fram­leið­and­ans Hyundai Motor séu ein­stak­lega ör­ugg­ar og jafn­an bún­ar hæsta hlut­falli ör­ygg­is­bún­að­ar í bíla­iðn­aðn­um. Bíl­ar fyr­ir­tæk­is­ins hafa hlot­ið flest helstu og mik­il­væg­ustu ör­ygg­is­verð­laun IIHS sem nefn­ast „TOP SA­FETY PICK+“og „TOP SA­FETY PICK“. Þetta er ann­að ár­ið í röð sem IIHS gef­ur Hyundai þessa sömu um­sögn en í ár bætt­ust tí­undu að­al­verð­laun­in við þeg­ar Ioniq Plug-in Hybrid hreppti ein­kunn­ina TSP.

Eng­inn ann­ar bíla­fram­leið­andi hef­ur hlot­ið TSP+ eða TSP jafn oft og Hyundai. Til þess að upp­fylla skil­yrði til að hljóta þess­ar tvær helstu ein­kunn­ir IIHS þurfa yf­ir­bygg­ing og und­ir­vagn bif­reið­ar­inn­ar að fá góða ein­kunn fyr­ir gott við­nám gegn þungu höggi á ýmsa staði á bíln­um, svo sem vinstri- og hægri fram­enda, miðj­an fram­enda, hlið­ar og fleiri staði sem orð­ið geta fyr­ir miklu höggi við árekst­ur í um­ferð­inni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.