Rúss­ar vilja smíða 840 hestafla raf­magns-Mustang

Fréttablaðið - - BÍLAR -

Rúss­neska fyr­ir­tæk­ið Avi­ar hef­ur greint frá áhuga sín­um á að smíða raf­magns­bíl með út­liti 1967 ár­gerð­ar af Ford Mustang sport­bíln­um. Hann á að vera með 100 kWh raf­hlöð­um, tveim­ur raf­magns­mó­tor­um á sitt­hvor­um öxli og senda 840 hest­öfl of­an í mal­bik­ið. Þessi bíll á að vera að­eins 2,2 sek­únd­ur í hundrað­ið og til að hemja bíl­inn á allt að 250 km hraða mun rísa spoiler að aft­an við ákveð­inn hraða til að tryggja rás­festu bíls­ins. Stór­ar raf­hlöð­ur bíls­ins munu tryggja 500 km drægi.

Bíll­inn á að vera með hækk­an­lega loft­púða­fjöðr­un sem leyf­ir 7,5 cm hækk­un á bíln­um. Að inn­an verð­ur risa­stór að­gerða­skjár fyr­ir miðju, al­veg eins og í Tesla-bíl­um og hurða­opn­an­ir eru líka eins og í Tesla-bíl­um, þ.e. inn­felld­ar. Mörg­um þyk­ir af­ar hæp­ið að af smíði þessa bíls verði, ekki síst í ljósi þess að þarna fer fyr­ir­tæki sem aldrei hef­ur smíð­að bíl áð­ur. Enn frem­ur þyk­ir 1967 ár­gerð­in af Mustang ekki heppi­legt form á bíl til að kljúfa loft­ið vel fyr­ir nú­tíma raf­magns­bíl. En allt fyr­ir nostal­g­í­una og von­andi verð­ur af smíði þessa af­ar óvenju­lega bíls. Ekki hef­ur ver­ið gef­ið upp af Avi­ar hvað undra­bíll­inn muni kosta, en lík­lega tals­verð­an skild­ing.

1967 ár­gerð­in af Ford Mustang.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.