SA býð­ur aft­ur­virkni með skil­mál­um

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - – sar

Fram­kvæmda­stjóri SA seg­ir sam­tök­in reiðu­bú­in að fall­ast á kröfu um aft­ur­virkni samn­inga verði sam­ið á skyn­sam­leg­um nót­um fyr­ir mán­aða­mót. Verka­lýðs­hreyf­ing­in hef­ur lagt mikla áherslu á aft­ur­virkn­ina. Deilu­að­il­ar funda öðru sinni hjá rík­is­sátta­semj­ara í dag.

„Til þess að liðka fyr­ir við­ræð­um og lausn geta Sam­tök at­vinnu­lífs­ins fall­ist á að gild­istaka kjara­samn­inga verði aft­ur­virk frá 1. janú­ar 2019. Skil­yrð­ið fyr­ir því er þó að samn­ing­ar ná­ist fyr­ir lok þessa mán­að­ar sem taki mið af svig­rúmi at­vinnu­lífs­ins til launa­hækk­ana. Þetta til­boð fell­ur auð­vit­að nið­ur ef við­ræð­um verð­ur slit­ið og boð­að til verk­falla enda ber allt sam­fé­lag­ið kostn­að af þeirri að­gerð,“seg­ir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA.

Í dag fer fram ann­ar samn­inga­fund­ur hjá rík­is­sátta­semj­ara í kjara­deilu SA við Efl­ingu, VR og Verka­lýðs­fé­lag Akra­ness. Fyrsti fund­ur­inn fór fram milli jóla og ný­árs en á þeim fundi var rík­is­sátta- semj­ari fyrst og fremst að kalla eft­ir upp­lýs­ing­um frá deilu­að­il­um.

Með­al þess sem verka­lýðs­hreyf­ing­in hef­ur lagt mikla áherslu á er að samn­ing­ar verði aft­ur­virk­ir.

Hall­dór seg­ir að kraf­an um aft­ur­virkni sé ekki ný af nál­inni og geti ver­ið skyn­sam­leg ef skyn­sam­leg­ir samn­ing­ar nást.

„Um þessi stóru efn­is­at­riði eins og launa­hækk­an­ir, samn­ings­tíma og aft­ur­virkni er tek­in ákvörð­un í lok við­ræðna.“

Hann seg­ir kröf­una um aft­ur­virkni byggja á nor­rænni fyr­ir­mynd þar sem stétt­ar­fé­lög skil­greini það sem eitt af sín­um mik­il­væg­ustu hlut­verk­um að gera kjara­samn­inga sem raski ekki sam­keppn­is­stöðu meg­in­atvinnu­grein­anna.

Þetta til­boð fell­ur auð­vit­að nið­ur ef við­ræð­um verð­ur slit­ið og boð­að til verk­falla. Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son fram­kvæmda­stjóri SA

FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Upp­sjáv­ar­tog­ar­inn Vík­ing­ur AK ligg­ur nú í Reykja­vík­ur­höfn og bíð­ur fregna frá leit­ar­skip­um Ha­f­rann­sókna­stofn­un­ar fyr­ir norð­an land um að loðn­an sé fund­in. Á með­an nýta skip­verj­ar tím­ann til að gera allt klárt um borð í skip­inu sem er ann­ar tveggja upp­sjáv­ar­tog­ara í eigu HB Gr­anda. Vík­ing­ur er 3.672 brútt­ót­onn, smíð­að­ur í Tyrklandi 2015.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.