Að sleppa við veiði­gjöld

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Bolli Héð­ins­son hag­fræð­ing­ur

Ég hitti fyr­ir skemmstu kunn­ingja minn, út­gerð­ar­mann, og spurði hann hvernig út­gerð­in gengi. „Aldrei bet­ur,“svar­aði hann „ég sé ekki fram á að þurfa að greiða eina ein­ustu krónu í veiði­gjöld.“Ég hváði en hann skýrði þetta út fyr­ir mér mér. „Þetta verð­ur ein­falt. Gamli Range Ro­ver­inn minn er orð­inn þriggja ára og auð­vit­að mun út­gerð­in sjá mér fyr­ir nýj­um bíl. Þeir fást á 14 millj­ón­ir en það er ekki eðli­legt að út­gerð­ar­mað­ur þurfi að sætta sig við ódýr­ustu gerð. Svo er alltaf eitt­hvað sem ég get tínt til í kostn­að, ut­an­lands­ferð­ir og við­hald á hús­inu og sum­ar­hús­inu svo þeg­ar upp er stað­ið þá verð­ur ekk­ert eft­ir til að borga í veiði­gjöld.

Vinstri græn­ir voru svo ass­goti her­ská­ir fyr­ir síð­ustu kosn­ing­ar og við vor­um að­eins smeyk­ir, en það var ekk­ert að marka, þú manst strax í vor vildu þeir allt fyr­ir okk­ur gera. En þá kom eitt­hvað hag­fræð­inga­stóð úr há­skól­an­um sem skaut þeim skelk í bringu en það var síst verra að bíða.

Ef þetta hefði orð­ið eitt­hvað vanda­mál með veiði­gjöld­in þá eig­um við alltaf tromp uppi í erm­inni og „lát­um út lands­byggð­arspil­ið“eins og við út­gerð­ar­menn köll­um það. Þá finn­um við ein­hvern út­gerð­ar­mann sem er með allt nið­ur um sig og segj­um „hvað, ætl­ið þið að leggja af pláss­ið?“Og það er seg­in saga eng­inn fram­sókn­ar­flokk­anna stenst svo­leið­is og skipta þá engu öll hin pláss­in sem við höf­um lagt í eyði þeg­ar við höf­um selt hver öðr­um kvót­ann, það skipt­ir fram­sókn­ar­flokk­ana engu.“

„En hvað segja end­ur­skoð­end­urn­ir, ert þú ekki með eitt af þess­um fyr­ir­tækj­um með fínu út­lendu nöfn­in sem end­ur­skoð­ar fyr­ir þig?“spurði ég. „Jú bless­að­ur, þeir segja ekki múkk og telja þetta allt sam­an út­gerð­ar­kostn­að. Þú manst hvað þeir voru þæg­ir við bank­ana fyr­ir hrun. Þeir sögðu að allt væri í himna­lagi í bönk­un­um al­veg fram á síð­asta dag. Þeir eru ekk­ert að spá í þetta og gera bara eins og ég segi.“

Ef þetta hefði orð­ið eitt­hvað vanda­mál með veiði­gjöld­in þá eig­um við alltaf tromp uppi í erm­inni og „lát­um út lands­byggð­arspil­ið“eins og við út­gerð­ar­menn köll­um það.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.