Er vak­inn með kossi

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ | FÓLK - Þór­dís Lilja Gunn­ars­dótt­ir thord­[email protected]­bla­did.is

Jón Ax­el Ólafsson fer í hátt­inn klukk­an átta því hann hlakk­ar svo til að vera vak­inn með kossi eig­in­konu sinn­ar. Hann er með mörg járn í eld­in­um, er í út­varp­inu, rek­ur bíla­leigu og smíð­ar nú hús­gögn með ald­ar lang­an líf­tíma.

Ég var orð­inn þreytt­ur á garð­hús­gögn­um sem urðu ónýt og ljót eft­ir vet­ur­inn en svo bað kon­an mig um að smíða handa sér úti­hús­gögn og ég kemst sjaldn­ast upp með að fresta því sem hún bið­ur mig um,“seg­ir Jón Ax­el og skell­ir upp úr.

Úr varð að eig­in­kon­an, Ma­ría B. John­son, teikn­aði upp út­lit á drauma­borð­inu og Jón Ax­el smíð­aði fyr­ir hana veg­legt borð og bekki í garð­inn.

„Síð­an hef­ur þetta und­ið upp á sig og orð­ið að skemmti­legu hobbíi en ég smíða bara fyr­ir þá sem ég þekki. Þetta er eins og í frí­múr­ar­a­regl­unni, þang­að fer eng­inn inn nema að þekkja frí­múr­ara og fá með­mæli, og því þarf að tala við mann sem þekk­ir mig til að kom­ast í borð­in,“seg­ir Jón Ax­el og hlær dátt.

Það var í ág­úst 2017 sem Jón Ax­el rak smiðs­högg­ið á fyrsta borð­ið.

„Ég er nú ekk­ert að ham­ast en hef smíð­að fyr­ir vini mína og fjöl­skyldu og eng­in tvö borð er eins. Þau eru ein­stakt hand­verk sem ég nostra við af al­úð og um­hyggju fyr­ir þá sem ég smíða fyr­ir,“út­skýr­ir Jón Ax­el sem stefn­ir ekki á fjölda­fram­leiðslu hús­gagn­anna.

„Ég smíða bara þeg­ar ég er í stuði og aldrei af kvöð, og mik­il­vægt að leyfa því að vera þannig. Því mið­ur geta ekki all­ir feng­ið borð því ég smíða ekki fyr­ir hvern sem er og bara þeir sem ég treysti til að hugsa vel um þau fá sett í garð­inn eða sum­ar­bú­stað­inn,“út­skýr­ir Jón Ax­el.

„Að smíða er mitt jóga. Ég er hepp­inn af hafa að­stöðu þar sem ég get smíð­að og fínt að geta skot­ist frá Excel-vinn­unni, far­ið úr jakka­föt­un­um yf­ir í vinnugall­ann og sett mús­ík­ina í botn sem ég fæ ekki að spila heima, en ég fæ til dæm­is aldrei að spila gott kántrí heima í stofu,“seg­ir Jón Ax­el kím­inn.

Með smiði í blóð­inu

Jón Ax­el ber nöfn afa sinna, Jóns Hann­es­son­ar húsa­smíða­meist­ara og Ax­els Helga­son­ar mód­elsmiðs.

„Það er kannski þess vegna sem ég er nú óvænt dott­inn í smíð­ina,“velt­ir afastrák­ur­inn Jón Ax­el fyr­ir

sér, en á upp­vaxt­ar­ár­un­um dund­aði hann mik­ið með Jóni afa sín­um við smíða­vinn­una.

„Ég er þó alls ekki hand­lag­inn en bý að því að báð­ir af­ar mín­ir voru smið­ir, og svo auð­vit­að pabbi líka. Í gegn­um þá hef ég lært sitt lít­ið af hverju og er því sæmi­lega lið­tæk­ur í palla­smíði og alls kyns tré­verk í sum­ar­bú­staðn­um, en ég smíða alls ekki hús!“upp­lýs­ir Jón Ax­el.

Besti vin­ur Jóns Ax­els er fjöl­miðla­mað­ur­inn og húsa­smið­ur­inn Gunn­laug­ur Helga­son, bet­ur þekkt­ur sem Gulli bygg­ir eða Gulli Helga, en snemma á tí­unda ára­tugn­um slógu þeir í gegn í ein­um vin­sæl­asta út­varps­þætti lands­ins, Tveir með öllu.

„Gulli smit­aði mig reynd­ar ekki af smíða­bakt­erí­unni en hann lærði húsa­smíð­ina hjá afa og því er­um við kannski að taka blöð af sömu grein­inni. Gulli er virki­lega vand­að­ur og góð­ur smið­ur, en ég er hvorki lærð­ur né sér­lega lunk­inn við smíð­arn­ar og því má alls ekki bera okk­ur fé­lag­ana sam­an þeg­ar kem­ur að smíð­um,“seg­ir Jón Ax­el hóg­vær.

Garð­sett­in smíð­ar hann úr gegn­heil­um furu­borð­um.

„Mark­mið­ið er að búa til hús­gögn sem duga næstu hundrað ár­in, fjúka ekki og er ekki hægt að stela. Þau þola all­ar ís­lensk­ar árs­tíð­ir, níðs­terk og traust. Ég skila þeim af mér ófúa- vörð­um og hver og einn litar þau að eig­in smekk,“seg­ir Jón Ax­el sem nú und­ir­býr smíð­ina úr ís­lenskri furu.

„Ég er líka að dunda mér við að smíða borð­stofu­borð til inn­an­húss­brúks en smíða auð­vit­að ekk­ert nema með sam­þykki kon­unn­ar. Við hjón­in er­um því sam­an í þessu skemmti­lega áhuga­máli. Ég er svo hepp­inn og vel gift­ur að smekk­leg­heit­in koma að­al­lega frá Maríu en fyr­ir mér ligg­ur það sem er ut­an­dyra og ég kaupi fag­menn í það sem þarf að stand­setja inn­an­húss.“

Gald­ur­inn að eiga góða konu

Kom­ið er ár síð­an Jón Ax­el sett­ist aft­ur við hljóð­nem­ann í út­varpi. Þá var ald­ar­fjórð­ung­ur síð­an hann gladdi út­varps­hlust­end­ur með rödd sinni og per­sónu­leika.

„Ég tók sæti Loga Berg­manns í morg­un­þætti K100 þeg­ar hann var í lög­bann­inu í fyrra en svo þótti hon­um betra að vera vak­andi í

út­varp­inu og fór yf­ir í síð­deg­isút­varp­ið þar sem hann er virki­lega að glansa með Huldu Bjarna. Ég hef gam­an af því að vera í út­varpi. Þar er líf, fjör og frelsi sem pass­ar mér vel í stað nið­urnjörv­aðr­ar rútínu,“seg­ir Jón Ax­el sem ríf­ur sig á lapp­ir klukk­an hálf­fimm á hverj­um morgni til að mæta í morg­un­þátt­inn sem stend­ur frá 6 til 9.

„Mað­ur þarf að taka bak­ara­vakt­ina á þetta og ég reyni að vakna á und­an Gulla sem er í morg­un­þætti Bylgj­unn­ar. Gald­ur­inn við að vakna hress og kát­ur er að eiga góða konu. Hún vek­ur mig alltaf með kossi og því hlakka ég alltaf svo til að fara að sofa,“seg­ir Jón Ax­el kát­ur.

„Víst væri gam­an að fara ein­hvern tím­ann aft­ur í út­varp­ið með Gulla og ætli við tök­um ekki loka­sprett­inn sam­an þeg­ar við verð­um báð­ir komn­ir með frítt í strætó,“seg­ir Jón Ax­el sem átti út­varps­stöð­ina Stjörn­una með Gulla og fleir­um á ár­un­um 1987 til 1989.

„Ég skrá­setti vörumerk­ið Stjarn­an FM í sum­ar að gamni mínu. Það er gott að eiga það til ef vant­ar hobbí í ell­inni. Þá ger­ir mað­ur kannski eitt­hvað skemmti­legt; þeg­ar við Gulli fá­um ekk­ert ann­að að gera,“seg­ir hann og hlær.

Víst væri gam­an að fara aft­ur í út­varp­ið með Gulla Helga og ætli við tök­um ekki loka­sprett­inn sam­an þeg­ar við verð­um báð­ir komn­ir með frítt í strætó.

Lengri út­gáfa af við­tal­inu við Jón Ax­el er á fretta­bla­did.is.

MYND/SIGTRYGGUR ARI

Jón Ax­el seg­ir það eins og í frí­múr­ar­a­regl­unni að fá borð og stóla hand­smíð­aða hjá sér en hann smíð­ar bara fyr­ir fjöl­skyldu og vini.

MYND/SIGTRYGGUR ARI

Jón Ax­el ber nafn tveggja afa sinna sem báð­ir voru af­burða smið­ir.

Eng­in tvö borð eða bekk­ir eru al­veg eins.

Hús­gögn­in eru gerð til að þola all­ar ís­lensk­ar árs­tíð­ir.

Borð Jóns Ax­els eru af öll­um stærð­um og lengd­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.