Fjall­að um hinn nýja reka á Horn­strönd­um

Á fræðslufundi Vita­fé­lags­ins í kvöld verð­ur fjall­að um vá­gest­inn plast sem nú rek­ur á fjör­ur á Horn­strönd­um.

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT - Bene­dikt­[email protected]­bla­did.is

Gauti Geirs­son, nemi í sjáv­ar út­vegs­fræð­um, held­ur er­indi á fræðslufundi Vita­fé­lags­ins – ís­lensk strand­menn­ing í kvöld klukk­an 20. Í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu seg­ir að hann muni þar segja frá áhuga­manna­fé­lag­inu Hreinni Hornstrand­ir sem held­ur ut­an um hreins­un­ina og ár­angri þess. Jafn­framt set­ur hann hreins­un­ina í sam­hengi við þann gríð­ar­lega stóra vanda sem plast í hafi er og hvað við telj­um að þurfi að gera til þess að laga ástand­ið.

Gauti er nemi í sjáv­ar­út­vegs­fræði við Há­skól­ann í Tromsø. Hann er frá Ísa­firði og hef­ur und­an­far­in 5 ár stað­ið fyr­ir hreins­un á plasti og rusli á Horn­strönd­um á Vest­fjörð­um. Hornstrand­ir eru eitt ein­angr­að­asta svæði lands­ins en þar lagð­ist byggð í eyði ár­ið 1952. Þang­að liggja eng­ir veg­ir en vegna strauma í kring­um land­ið hafa þetta ver­ið mikl­ar rek­a­strend­ur. Fram­an af var það að­al­lega reka­við­ur upp­runn­inn í Síberíu sem rak á fjör­urn­ar. Á seinni ár­um hef­ur reka­við­ur­inn minnk­að en nýr reki kom­ið í stað­inn en það er plast.

Hrönn Ólína Jör­unds­dótt­ir um­hverfis­efna­fræð­ing­ur er einnig með er­indi á sama fræðslufundi um skólp­hreins­un og örplast í skólpi þar sem hún mun fjalla um nið­ur­stöð­ur nor­ræns sam­starfs­verk­efn­is þar sem rann­sak­að var hvort skólp­hreins­un væri nægj­an­leg til að hefta för öragna og örplasts úr skólpi út í um­hverf­ið. Verk­efn­ið var sam­starf Ma­tís á Íslandi, sænsku Um­hverf­is­stofn­un­ar­inn­ar, finnsku Um­hverf­is­stofn­un­ar­inn­ar og Aalto-há­skóla og var styrkt af Nor­rænu ráð­herra­nefnd­inni.

Nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar­inn­ar sýna að ís­lensk­ar skólp­hreins­i­stöðv­ar sem eru með 1. stigs hreins­un ná ekki að hreinsa

Fram­an af var það að­al­lega reka­við­ur upp­runn­inn Síberíu sem rak á fjör­urn­ar. Á seinni ár­um hef­ur reka­við­ur­inn minnk­að en nýr reki kom­ið í stað­inn en það er plast.

örplast úr skólpi og þess­ar agn­ir sleppa því óhindr­að út í um­hverf­ið.

Hrönn er um­hverfis­efna­fræð­ing­ur með B.Sc. í efna­fræði frá HÍ og svo M.Sc. og Ph.D. frá Stokk­hólms­háskóla í um­hverfis­efna­fræði þar sem hún sér­hæfði sig í efna­grein­ing­um á um­hverf­is­meng­un og áhrif á líf­ver­ur. Hún hef­ur starf­að hjá Ma­tís frá ár­inu 2009 og er í dag sviðs­stjóri Mæli­þjón­ustu og inn­viða. Í dag er hún helst að vinna með mat­væla­ör­yggi, áhættumat, stefnu­mót­un og áhættumiðl­un ásamt rann­sókn­um á um­hverf­is­mál­um.

Áð­ur fyrr rak reka­við á fjör­ur Horn­stranda en nú er þar plast sem við hend­um í sjó­inn.

Gauti Geirs­son, nemi í sjáv­ar­út­vegs­fræð­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.