Minn­ir á þriðja heims ríki

Fréttablaðið - - LANDVERND 50 ÁRA -

Snemma á síð­asta ári hóf­ust fram­kvæmd­ir við vænt­an­leg­ar rann­sókn­ar­bor­an­ir í Eld­vörp­um á Reykja­nesi. Dróna­mynd­ir sem Ellert Grét­ars­son nátt­úru­ljós­mynd­ari tók af nýju, gríð­ar­stóru bor­stæð­inu vöktu mikla at­hygli, ekki síst vegna þess að þá var eins og fólk átt­aði sig bet­ur á því um­fangi sem þetta rask hafði í för með sér að hans sögn. „Þarna var ein­ung­is eitt bor­stæði af fimm sem deili­skipu­lag­ið ger­ir ráð fyr­ir, ör­skammt frá sjálfri gígaröð­inni sem er um 10 km löng. Þarna var ver­ið að slétta út nú­tíma­hraun á nátt­úru­m­inja­skrá, þrátt fyr­ir um­sögn Skipu­lags­stofn­un­ar um veru­lega nei­kvæð um­hverf­isáhrif.“Ef horft er til Ramm­a­áætl­un­ar eru öll jarð­hita­svæði Reykja­nesskag­ans ann­að­hvort kom­in í ork­u­nýt­ingu eða á leið­inni þang­að bæt­ir hann við. „Að­eins þrjú svæði af nítj­án hafa ver­ið sett í vernd­ar­flokk sem er al­gjör­lega óskilj­an­legt. Ef villt­ustu draum­ar orku­fyr­ir­tækj­anna ræt­ast þá verð­ur Reykja­nesskag­inn eitt sam­fellt orku­vinnslu­svæði frá Reykja­nestá að Þing­valla­vatni. Við get­um bara gert okk­ur í hug­ar­lund hvaða um­hverf­isáhrif það mun hafa.“

Gríð­ar­legt nátt­úrurask

Af­leið­ing­arn­ar eru vita­skuld marg­vís­leg­ar seg­ir Ellert. „Gerðu þér í hug­ar­lund ef þú marg­fald­að­ir Reykja­nes­virkj­un upp í nítj­án og rað­að­ir henni eft­ir endi­löng­um skag­an­um ásamt með­fylgj­andi mann­virkj­um, stöðv­ar­hús­um, gufu­lögn­um, borteig­um, há­spennu­lín­um og línu­veg­um. Tök­um Krýsu­vík og Reykja­nes­fólkvang sem dæmi. Inn­an fólk-

vangs­ins eru þrjú svæði af fjór­um kom­in í ork­u­nýt­ing­ar­flokk sem er al­gjör­lega gal­ið. Fari fram sem horf­ir mun þetta hafa gríð­ar­legt nátt­úrurask í för með sér.“Ellert seg­ist eng­an veg­inn geta skil­ið hvers vegna þurfi að virkja allt sem hægt er að virkja í landi sem á heims­met í orku­fram­leiðslu mið­að við höfða­tölu. „Nor­eg­ur, sem er í öðru sæti, fram­leið­ir inn­an við helm­ing þess sem Ís­land fram­leið­ir. Í landi, sem á heims­met í raf­orku­fram­leiðslu, tala orku­mála­stjóri og for­svars­menn orku­fyr­ir­tækja um að virkja þurfi meira. Að öðr­um kosti muni það hamla upp­bygg­ingu at­vinnu­lífs í land­inu. Á sama tíma og menn tala um yf­ir­vof­andi orku­skort ætla þeir að flytja ork­una til annarra landa með sæ­streng. Þetta minn­ir á þriðja heims ríki þar sem al­menn­ing­ur þarf að þola mat­ar­skort vegna þess að stærsti hluti mat­væla­upp­sker­unn­ar er flutt­ur úr landi. Hún er mjög ein­kenni­leg, þessi um­ræða.“

Ellert Grét­ars­son.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.